Myndin American History X var gerð árið 1998, leikstjóri myndarinnar er Tony Kaye. Með aðalhlutverk fara Edward Norton, Edward Furlong, Beverly D'angelo, Avery Brooks, Stacy Keach o.fl
Edward Norton leikur Derek Vinyard, nýnasista sem nýlega hafði misst föður sinn vegna kynþáttafordóma. Þannig mætti segja að haturinn á “lituðu” fólki hafi byrjað hjá Derek. Derek Vinyard er dæmdur í fangelsi eftir að hafa drepið 2 svertingja þegar þeir reyndu að stela bílnum hans. Hann var sendur í 2-3 ára fangelsi. Á meðan hann var inni kynntist hann svertingja og byrjaði haturinn á lituðum hægt að hverfa. Hann afplánar dóminn og er eiginlega laus við allan hatur og angist gagnvart öðru fólki. En þegar hann er búinn að afplána dóminn sér hann að yngri bróðir hans, Danny (Edward Furlong), er farinn að koma sér í klíkur hjá nýnasistunum og er mjög tengdur sumri glæpastarfsemi nýnasistanna. Derek reynir að sannfæra bróðir sinn að snúa baki ofbeldinu og hatrinu og segir honum frá því þegar hann var í fangelsinu, hvað það var erfitt og hverjum hann kynntist. Hann reynir þannig að bjarga fjölskyldunni sinni frá þeim vandræðum sem hann kom þeim sjálfur í.
Endirinn á myndinni kemur mjög vel á óvart og er ekki þessi venjulegi bandaríski “happy ending”. Edward Norton lék mjög vel og var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Það er mjög flottur stíll yfir myndinni, svarthvítt er fortíðin, og þannig en atriðið þegar hann drepur svertingjana er mjög flott, finnst mér. Ein af bestu myndum sem ég hef séð.
****/****
p.s mér er alveg sama þótt það hafi komið grein um þessa mynd áður:)
Roadrunne