DRAGONFLY
Lengd: 98 mín.
Leiktjóri: Tom Shadyac
Handrit: Brandon Camp, Mike Thompson, David Seltzer
Aðalhlutverk: Kevin Costner, Joe Morton
Tagline: When someone you love dies… are they gone forever?
Tegund: Drama
Framleiðsluár: 2002
Bandarísk
——————————————————————-
Áður en ég horfði á þessa mynd bjóst ég við spennutrylli í anda Frailty og The Gift en mér skjátlaðist nokkuð því væmni og dramatík gengur fyrir í Dragonfly.
Dragonfly fjallar um lækninn Dr. Joe Darrow (Kevin Costner) sem missir eiginkonu sína, Emily (Susanna Thompson) í byrjun myndar þegar hún deyr í bílslysi í Kólumbíu. En það allra versta er að hún var ólétt þegar hún dó. Joe er mjög miður sín eftir að hafa misst konuna sína og hugsar um hana dag og nótt. Honum bregður hinsvegar illilega í brún þegar krakkar sem eru sjúklingar á spítalanum hans segast hafa séð konuna hans og það meira að segja í hjartastoppi. Joe reynir að fá ýmsar upplýsingar upp úr þessum krökkum en það er ekki að ganga allt of vel svo hann ráðfærir sig við nunnuna Nadeline (Linda Hunt) sem er miðill.
Eftir að Emily dó varð myndin ótrúlega væmin og það var eins og leikstjórinn, Tom Shadyac væri að reyna að gera eins dramatíska mynd og hann gæti. Svo þegar Joe fór að tapa glórunni hélt maður að myndin yrði að dúndrandi spennutrylli til enda en það stóð aðeins yfir í nokkrar mínútur. Þessi mynd er aðeins 98 mínútur en þrátt fyrir það er hún langdregin alveg frá upphafsmínútunum. Myndin er líka langt frá því að vera fyrirsjáanleg en í dag hafa langflestar myndir þann galla.
Kevin Costner var ekkert sérstakur í hlutverki sínu en ég þakka bara fyrir að hann leikstýrði myndinni ekki líka. Kevin hefur verið að leika í mörgum lélegum myndum síðustu árin en næsta hlutverk hans er í vestri myndinni, Open Range. Kathy Bates leikur lítið hlutverk í Dragonfly en hún stóð sig skást af leikurunum í myndinni. Handritið er svo sem allt í lagi en það unnu 3 menn að því (Brandon Camp, Mike Thompson, David Seltzer).
Dragonfly er ekki góð kvikmynd og versti hlekkur hennar af öllu vondu er endirinn!!! Hún á samt alveg ágæta kafla svo hún fer ekki alveg í hóp með verstu myndum ársins.
4/10