Leon Þessi mynd verður að teljast með betri spennumyndum síðustu ára eða jafnvel áratuga. Ég var að horfa á þessa mynd aftur núna fyrir stuttu síðan og það verður bara að segjast að hún verður bara betri með tímanum. Hún var gefin út árið 1994 og sló í gegn um allan heim. Luc Besson, leikstjóri myndarinnar, hefur gert margar áhugaverðar myndir á undan þessari t.d. Nikita,The Big Blue og Subway. Eftir þessa mynd hefur hann gert The Fifth Element og Joan of Arc.

Leon fjallar um leigumorðingja(Jean Reno) sem er hálfgerður einsetumaður, býr einn, á enga vini,enga fjölskyldu, og í raun talar við engan annan en yfirmann sinn Tony(Danny Aiello). Hann drekkur gríðarlega mikið af mjólk og dekrar við plöntuna sína, sem honum líkar vel við vegna þess hve þögul hún er. Hann æfir sig á hverjum degi og eyðir miklum tíma með slökkt ljósin og með sólgleraugu á sér( svo hann sjái betur í myrkri). Þegar ung stelpa, sem býr hliðin á honum, að nafni Mathildur(Natalie Portman) verður fyrir því að sjá fjölskyldu sína drepna ákveður Leon að hjálpa henni. Hún reynir að fá Leon til að drepa mennina en hann vill það ekki. Þá vill hún að Leon kenni sér að “hreinsa”, það er það sem Leon kallar að drepa einhvern fyrir pening. Þau gera samkomulag þar sem hann kennir henni að “hreinsa” og hún þvær hjá honum og kennir honum að lesa og skrifa. Á milli þeirra myndast sérkennilegt samband, sem væri hægt að kalla brenglað ástarsamband í brengluðum heim.

Myndin er stútfull af vel gerðum hasaratriðum, aðallega þar sem Leon mætir til vinnu sinnar. Þar á milli eru sérkennileg en áhugaverð atriði þar sem Mathildur kynnist nýrri hlið á vélmenninu Leon. Gary Oldman leikur spillta löggu, sem heitir Stansfield, sem á þátt í morðinu á foreldrum Mathildar. Hann er yndislega klikkaður í þessu hlutverki, eins og svo oft áður. Jean Reno er mjög yfirvegaður og svalur í hlutverki Leon og sýnir hér hversu góður leikari hann er í raun. Natalie Portman sýnir hér líka þrátt fyrir að vera aðeins 12 ára að hún er mjög góð leikkona og fer létt með þetta krefjandi hlutverk. Leon er einn svalasti karakter í kvikmynd sem ég hef séð og atriðið þar sem heill her af lögreglumönnum og sérsveitarmönnum eru að reyna að klófesta hann er með því magnaðasta sem maður hefur séð á hvíta tjaldinu. Pottþétt mynd og ef einhver á eftir að sjá þetta meistaraverk þá er hann vinsamlegast beðinn um að drulla sér á leiguna og næla sér í eintak.
Hún fær 8.4 á imdb.com og er í 64 sæti yfir bestu myndir allra tíma, mætti vera hærri jafnvel.

——————————————————————————–
Mathilda: You killed my brother.
Stansfield: I'm sorry. And you want to join him?
Mathilda: No.
Stansfield: It's always the same thing. It's when you start to become really afraid of death that you learn to appreciate life. Do you like life, sweetheart?
Mathilda: Yes.
Stansfield: That's good, because I take no pleasure in taking life if it's from a person who doesn't care about it.

-cactuz