
Myndin, Wolfed, er byggð á lítið þekkri skáldsögu eftir Alexandre Dumas, The Wolf Leader. Sagan segir frá Thibault, syni skósmiðs á 17. öld í Frakklandi. Thibault er næstum því barinn til dauða af hópi aðalsmanna og það eina sem bjargar honum er saminingur sem hann gerði við djöfulinn sem birtist í líki stórs svarts úlfs. Djöfullinn býður honum vald til að meiða og drepa hvern sem hann vill, en því fleiri illvirki sem hann fremur, því meira breytist hann í úlf og verður einn af drápsúlfunum.