Konungur poppsins (og lýtaaðgerðana), Michael Jackson mun leika varúlf í sinni fyrstu mynd. Myndin verður kölluð “Wolfed”. Rick Baker. Förðunarmeistari sem hefur verið tilnefndur til 10 óskarsverðlauna og unnið 6 af þeim, þ.ám. fyrir The Grinch, MIB, Nutty Professor og An American Werewolf in London. Einnig bjó hann til “Thriller” myndbandið með Michael Jackson og búningana í Planet of the Apes ’01.
Myndin, Wolfed, er byggð á lítið þekkri skáldsögu eftir Alexandre Dumas, The Wolf Leader. Sagan segir frá Thibault, syni skósmiðs á 17. öld í Frakklandi. Thibault er næstum því barinn til dauða af hópi aðalsmanna og það eina sem bjargar honum er saminingur sem hann gerði við djöfulinn sem birtist í líki stórs svarts úlfs. Djöfullinn býður honum vald til að meiða og drepa hvern sem hann vill, en því fleiri illvirki sem hann fremur, því meira breytist hann í úlf og verður einn af drápsúlfunum.