Leikstjóri: F. W. Murnau.
Leikarar: Max Schreck, Gustav von Wangenheim, Greta Schroeder…etc.


Það er ekki hægt að sleppa að fjalla um eina best heppnuðustu hryllingsmynd allra tíma, en aftur á móti þá er kvikmyndaheimurinn búinn að breytast svolítið mikið síðan þessi mynd kom út. Þrátt fyrir að öllum nöfnum var breytt og nú er það Bremen en ekki Transylvania þá er þetta fyrsta myndin sem byggð var á meistarastykkinu eftir Bram Stoker. Þegar myndin kom út sáu nú Stoker stéttin í gegnum þetta og sáu að þetta var sagan Dracula sem að þau höfðu ekki gefið leyfi fyrir að vera mynduð. Þau kærðu þetta allt saman og var þeim dæmt í hag þannig að öllum eintökum af myndini urðu brennd… nema allaveganna eitt og nú fáum við að njóta þess.

Fasteignasali nokkur er á leið frá unnustu sinni til Bremen þar sem hann á að hafa viðskipti við sérvitran einbúa, Orlock að nafni, sem er á leið til London. Þetta er tækifæri lífsins fyrir hann þannig að hnn lætur ekki ofsóknarbrjálað lið sem hann mætir á leiðinni að hafa áhrif á sig. Eftir langt og hættulegt ferðalag kemur hann loks að kastala Orlock's. Eftir svolitla dvöl kemst hann að því að ekki er allt sem sýnist með Orlock og verður þessi för hans honum dýrkeypt.

Það eru aðeins tveir stórir gallar við þessa mynd sem maður verður samt að líta framhjá. Það er í fyrsta lagi að myndin er hrikalega ofleikin sem er reyndar skiljanlegt og svo er brjálað orgelspil út alla myndina sem gerir það að verkum að þú munt óska þess að heimurinn farist áður en myndin er búin. En sem betur fer getum við með tæknini í dag lækkað í sjónvarpinu og ekki haft áhyggjur af því að missa af talinu því þetta er nú einusinni “silent movie”.

****