Star Wars-Episode 2:Attack of the Clones Titill:Star Wars-Episode 2:Attack of the Clones
Framleiðsluár:2002
Leikstjóri:George Lucas
Aðalhlutverk:Hayden Christensen, Natalie Portman, Ewan McGregor, Samuel L. Jackson, Chrispoher Lee
Tagline:A Jedi Shall Not Know Anger. Nor Hatred. Nor Love.
Genre:Adventure/Sci-Fi/Action
Lengd:143 min

STAR WARS-EPISODE 2
Ég hef aldrei skilið afhverju George Lucas þurfti að byrja á þessu Episode dæmi. Afhverju gat hann ekki bara látið þetta vera? Líklega út af peningum! En allavega ég var ekkert allt of spenntur fyrir myndinni en ég fékk þó svona “rush” tilfinningu þegar“hugari” hringdi í mig og bauð mér á myndina. Jibbs ég fór á forsýningu sem síminn stóð fyrir. Ég og þrír aðrir gaurar mættum í Smárabíó, svona 20 min í 20:00. Það var strax byrjuð að myndast stór biðröð og ja…maarr mátti þakka fyrir að ná góðum sætum.

Myndin byrjaði með látum, reynt er að myrða Padmé ( Natalie Portman ) en sem betur fer ( well, hún var frekar óþólandi þegar leið á myndina þannig að…) sleppur hún ómeidd. Svo fylgjumst við með Anakin og Obi-Wan elta einhverja kellingu í tíma og ótíma. Þeir ná henni, hún er drepin, Amidala þarf að fela sig með Anakin, Obi-Wan eltir Jango Fett, Amidala og Anakin verða ástfangin…og svo gengur þetta áfram og áfram, áfram og áfram. Mér er illa við að segja þetta en…AOTC er ekki stórt skref upp á við ( frá Episode 1 ). Í rauninni er hún virkilega léleg. Það er frekar ótrúlegt að Lucas hafi klúðrað þessu svona illilega. Episode 2 hafði alla möguleika á að vera algjör snilld en því miður klúðra Lucas og menn hans þessu öllu saman. Hvar er gamli Star Wars fílíngurinn,spyr ég? Mér leið eins og ég væri að horfa á flottan tölvuleik.

Í fyrsta lagi er handritið einn stærsti galli myndarinnar. Það er eins og Lucas geti hreinlega ekki skrifað handrit lengur. Karakterarnir fara með verstu línur sem heyrst hafa síðan Pearl Harbor var í bíói! Í öðru lagi eru leikararnir hreint útsagt HÖRMULEGIR! Ég skil ekki hvernig frábærir leikarar eins og Samuel L. Jackson og Christopher Lee gátu sóað sínum leikhæfileikum fyrir svona drasl. Og jafnvel hæfileikum Ewan McGregor´s er sóað illilega hér. Og svo vil ég spyrja hvernig í fjandanum gat Natalie Portman sem byrjaði feril sinn í meistaraverkinun Leon, klúðrað feril sínum svona illilega. Hayden Christensen er auðvitað einn stór brandari frá upphafi ( hvernig getur krakkinn verið svona tilgerðarlegur? ), ég meina gaurinn minnti mig á Paul Walker ( LOL )! Og hver réð Temuera Morrison í hlutverk Jango Fett? Jango Fett er gerður að hálfgerðum lúða ( þegar hann átti að vera über nasty ) í myndinni. Og littli krakkinn sem var alltaf með honunm…LOL!!! Það er ekkert asnalegra heldur en að sjá 10 ( jafnvel yngri ) ára krakka stjórna geimskipi!

Rómantíkin í myndinni minnir á dramatísku atriðin í Glæstum Vonum ( sjónvarpsþáttur á stöð2 )! Að horfa á Anakin tjá Padmé ást sína er eins og að horfa á vélmenni gráta. Og þegar maarr átti að finna fyrir tilfinningum í myndinni, þá var það aftur eins og að horfa á vélmenni gráta. Og ekki bætir það að myndin er grútleiðinleg, mér fannst öll myndin vera eitt 143 mínútna kynningarmyndband fyrir flottan tölvuleik.

Og líklega það versta við alla myndina var það að við fundum ekki fyrir neinum tilfinningum fyrir aðal karakterana og framv. Tökum til dæmis þegar Anakin finnur móður sína látna, einmitt það atriði hefði átt að vera eitthvað líkt því sem við sáum í LOTR:FOTR en í staðinn er þetta aftur eins og að horfa á vélmenni gráta. Þegar það var reynt að myrða Padmé, þá hefðum við átt að finna fyrir einhverri spennu en…eins og áður, ekkert gerist. Myndin var algjörlega tilfinningaheft. Aldrei ( já aldrei ) fann ég fyrir spennu eða samúð með karakterunum.

Ég verð þó að segja að síðustu 30 mínúturnar björguðu myndinni frá glötun. Þær voru fokkin magnaðar! Ég meina að sjá Yoda með geislasverð er STÓRKOSTLEGT!!! Atriðið þegar Yoda berst við Count Dooku fer í hóp bestu atriða kvikmyndasögunnar. Það er hreinlega ekki hægt að lýsa “Yoda-geislasverð” atriðinu. Ég meina funkadelic funkmasta! Yoda hreinlega á myndina. Síðan var líka magnað að sjá róbóta-herinn í enda myndarinnar.

Fyrir utan lokakaflann ( síðustu 30 mínúturnar ) er þessi mynd algjör hörmung. En nú er bara að bíða eftir Episode 3 ( sem ég bind mestar vonir við ).

*/****

Smokey…