Almoust heroes
Almost heroes(1998)
Leikstjóri:Cristopher Guest
Aðalhlutverk:Cris Farley,Matthew Perry,Eugene Levy,Kevin Dunn.
Tagline:Almost history…almost legends…mostly ridiculous.
Þó að það sé dálítið langt síðan ég sá þessa mynd ætla ég að skrifa um það sem ég man eftir henni.
Myndin gerist líklega á 18 öld(man það ekki alveg) í Bandaríkjunum og hún hefst þegar það að á að fara að hengja Bartholomew Hunt
(Cris Farley) eftir að hann neyddi einhvern hershöfðingja til að dansa vals við sig meðan hann var blindfullur.
En þá kemur Leslie Edwards(Matthew Perry með skipun frá forsetanum um að það eigi að falla frá ákærum á hendur honum vegna þess að hann eigi að hjálpa Leslie að ferðast sem landkönnuður að Kyrrahafinu.
Og auðvitað samþykkir hr. Hunt það.
En þeir eru í kappi við tímann því að Lewis og Clark landkönnuðurnir frægu eru líka á leiðinni til Kyrrahafsins og þeir eru með langt forskot.
Mér finnst þessi mynd vera mjög vanmetin miðað við hversu fyndin hún er, t.d gaf imdb.com henni aðeins fjóra í einkunn og sagði hana vera eina verstu mynd sem gerð hefur verið.
En ég er ósammála. Hlutverkin virðast hafa verið sköpuð fyrir Cris Farley og Matthew Perry og svo í myndinni hitta þeir nokkur kostuleg kvikindi t.d Ruglaðan indíána. Brjálaðan örn og alveg sækó Spánverja.
Mér finnst þetta vera ein fyndnasta grínmynd sem ég hef séð.
***1/2af*****