Leikstjóri: John Carpenter.
Leikarar: Natasha Henstridge, Ice Cube, Jason Statham…etc.
Special FX: Jim Kail…etc.

Jæja þá er komin enn ein mynd eftir John Carpenter sem færði okkur snilldina The Thing og In The Mouth of Madness. Eitthvað rann hann á hausinn núna því að þessi mynd er slæm…

Myndin fjallar um í stuttu máli að lögregluhópur á Mars er að fara að ná í fanga sem er í námu nýlendu. Eitthvað er bogið við staðinn þegar þau koma því að engin er sjáanlegur og þegar þau fara að skoða þetta nánar þá eru allir steindauðir. Þau ætla ekki að láta það á sig fá og fara að finna fangann sinn sem heitir William's(Ice Cube). Þau komast þá að því að það eru einhverjar geimverur sem að gagntaka fólk og láta það haga sér frekar ógeðslega.

Þessi mynd er full af holum, Ice Cube getur ekki leikið frekar en venjulega og endirinn er hreint út sagt sprenghlæinlegur. Vondi foringinn er ekki flottur fyrir fimm aur og verður maður orðinn ekkert smá pirraður á honum þegar líða fer á myndina. Eini plúsinn við þessa mynd er gellan Natasha Henstridge en því miður þá gerir kynþokki hennar ekki þessa mynd þess virði að sjá… þetta er enn eitt dæmi um hvernig hryllingsmyndir eru að fara til helvítis þessa dagana og ég held að John Carpenter ætti að fara að hugsa sinn gang alvarlega…

*1/2