Superman II (1980) Superman II (1980)


Leikstjóri: Richard Lester
Handrit: Mario Puzo, David Newman, Leslie Newman
Lengd: 127 mín
Framleiðendur: Pierre Spengler
Aðalhlutverk: Christopher Reeve, Gene Hackman, Ned Beatty, Margot Kidder, Jack O'Halloran

sbs: ****/****

Planið var að Superman II yrði frumsýnd sex mánuðum eftir fyrstu Superman myndina, það stóð meira segja “Coming Next Summer: Superman II”) í endanum á henni. Hugmyndin var að taka Superman II upp strax og klárað var að taka upp Superman en Richard Donner hætti rétt eftir að tökur byrjuðu. Svo að það þurfti að fá annan leikstjóra, stuttu seinna dó Geoffrey Unsworth sem hafði myndað þau atriði af Superman II sem Richard Donner hafði leikstýrt áður en hann hætti. Þá frestaðist myndinn enn meira. Loksins var fenginn nýr leikstjóri, Richard Lester best þekktur fyrir bítlamyndirnar sínar, A Hard Days Night og Help!. Framleiðslan byrjaði aftur og var kláruð fljótt. Myndin kom loksins út árið 1980 og hafði bæði atriði eftir Donner og Lester en það er í raun ekki hægt að sjá hvaða atriði hver leikstýrði, Lester hélt alveg stílnum hans Donners.

Superman II byrjar um mínútu áður en Superman byrjaði, fangarnir þrír, Zod (Terence Stamp), Ursa (Sarah Douglas) og Non (Jack O'Halloran), eru gómaðir og dæmdir til að fara í einhverskonar einsvíddar flöt í geimnum, barnið Kal-El er svo sett í geimfar og sent til jarðar. Þessi tvö atriði voru tekin upp aftur því að framleiðendurnir vildu ekki borga Marlon Brando aðrar fjórar milljónir fyrir fimm mínútna hlutverk. Síðan koma stafirnir upp, Gene Hackman kemur fyrst en Christopher Reeve fær núna að vera áður en titill kvikmyndarinnar kemur upp(hann var á eftir í Superman). Á meðan nafnaskráin er sýnd eru helstu atriðin úr Superman sýnd.

Flestir leikararnir eru komnir aftur. Vondikarlinn, Lex Luthor (Gene Hackman); aðstoðarmenn hans, Otis (Ned Beatty), er í nokkrum atriðum og líka frú Teschmacher (Valerie Perrine). Illmenninn þrjú frá Krypton Zod (Terence Stamp), Ursa (Sarah Douglas), og Non (Jack O'Halloran) eru í miklu stærri hlutverkum. Allir frá Daily Planet, Perry White (Jackie Cooper), Jimmy Olsen (Marc McClure) og auðvitað Lois Lane (Margo Kidder). Marlon Brando vildi margar margar milljónir fyrir að leika aftur, hann vildi meira segja margar milljónir ef að þeir sýndu atriðin hans úr fyrstu myndinni aftur. Í staðinn fyrir hann er mamma Kal-Els (Elva Mai Hoover) komin í virki einsemdarinnar. Það eru líka nokkrir nýir leikarar, E.G. Marshall leikur forseta bandaríkjanna og Clifton James leikur fógetann í Houston, hlutverk hans er augljóslega það sama og hann lék í tveimur James Bond kvikmyndum, Live and let Die og The Man With The Golden Gun.

Ef að það var eitthvað sem var neikvætt við Superman var það að það var enginn rosalegur óvinur. Lex Luthor og aðstoðarmenn hans voru meira fyrir grín. Núna er Lex Luther aftur en líka illmennin þrjú frá Krypton. Þau hafa öll sömu hæfileika og Superman og vilja hefna sín á honum fyrir það sem faðir hans gerði við þau. Þau eru hissa á því að hann sé ekki drottnari jarðar, Zod nefnir að hann hafi fundið veikleika hans, “This ‘Superman’ is nothing of the kind. I have discovered his weakness. He cares about these creatures.”. Lex Luther er líka miklu betri en hann var í Superman. Hann er enn á sama egótrippinu en hann hefur lika mikið af góðum línum, ekki að nefna það að það er honum að þakka að allt bjargast.

Myndin byrjar á því að hópur hryðjuverkamanna hafa tekið yfir effel turninn. Þeir hafa vetnissprengju og ætla að sprengja hana upp ef kröfum þeirra verði ekki mætt. Lois Lane er auðvitað mætt á svæðið, undir liftunni reyndar. Superman er líka mættur sem er gott því að vetnissprengjan er að fara að springa. Hann flýgur með vetnissprengjuna upp í geim og nær að bjarga heiminum frá henni. En þegar vetnissprengjan springur í geimnum fer hún á plötuna sem að illmenninn þrjú frá Krypton eru fastir í, og þeir losna úr prísundunni.

Á meðan eru Clark og Lois hjá Niagara fossum, samband þeirra styrkist í ferðinni og Lois fattar loksins að Clark er Superman. Lois viðurkennir ást sína á Clark og hann á henni. Þau fljúga síðan til heimili Supermans, virki einsemdarinnar. Þar ákveður Clark að breyta sér til þess að þau geta verið saman. Breytingin hefur í för með sér að hann verður venjulegur maður. En strax og þau komast aftur í siðmenningu komast þau að því að Zod, Ursa og Non hafa komið til jarðar. Clark flýtir sér auðvitað aftur til virkisins til að reyna að fá kraftanna aftur og það þarf engan snilling til að sjá hvernig það kemur út. Restin af myndinni fjallar svo um hinn hetjulega bardaga milli Supermans og illmennanna.

Allt það góða við Superman er komið aftur, þemu lagið eftir John Williams, Ken Thorne sér reyndar um það núna. Það er aðeins meira lagt út á húmor, þó að það hlutverk sé meira komið á Non, heimska vondakarlinn en Christopher Reeve sýnir líka sömu góðu taktanna sem Clark og Superman. Sagan hans Mario Puzo er kláruð og allir eru ánægðir. Það er erfitt að segja hvor myndin er betri, Superman eða Superman II, eitt er víst að þær eru báðar frábærar myndasögu kvikmyndir sem hafa heppnast ótrúlega vel.

sbs : 11/05/2002

<a href="http://www.sbs.is/">sbs.is</a