Leikstjóri: Cameron crowe
Aðalhlutverk: Billy Crudup, Frances McDormand, Jason Lee, Kate Hudson, Anna Paquin, Patrick Fugit, Fairuza Balk, Philip Seymour Hoffman, Noah Taylor
Handrit: Cameron Crowe
Tegund myndar: Gamanmynd / Smá Rómantík
Framleidd af: Dreamworks
Lengd: 122 mínútur
Framleiðsluár: 2000
4 Óskartilnefningar
1 óskar fyrir handrit
William Miller (Patrick Fugit) er 15 ára gamall unglingur, í myndinni fáum við í rauninni að kynnast upphafinu á endalokum rokksins. William skrifar fyrir lítið fréttablað enn skrif hans vekja athygli. Rolling stones vilja fá hann til að gera grein um hljómsveitina Stillwater, en áður en hann fer langt þarf hann að eiga við móður sína Elaine (Frances McDormand) sem ofverndar hann heldur betur. Þó að lokun fær hann að slást í för með hljómsveitinni og ferðast hann þvert yfir Bandaríkin, Það sem mér finnst svo frábært við þessa mynd er handrit Camerons Crowe, ég tel þessa mynd bara beina endurspeglun ársins 1973 en þá fór hann í ferðalag með Led Zeppelin, það er ekki neitt sem gengur ekki upp í þessari mynd og tónlistinn er mjög góð. Leikur Kate hudson sem leikur Penny lane grúbbíu hljómsveitarinnar á frábæran leik ástam flestum öðrum í myndinni.
Legg til þess ef þið eigið hana ekki á dvd að kaupa hana sem f, þar eru nokkur tónlistar myndbönd og t.d deleted scenes þar á meðal atriðið sem sýnir hvernig Elaine leyfði William að fara í ferðina og fl.
Damage: ****/****
Imdb.com: 8.1/10
Kvikmyndir.is: ***/****
Roger Ebert: ****/****