CHANGING LANES
Lengd: 100 mín.
Leikstjóri: Roger Michell
Handrit: Chap Taylor
Aðalhlutverk: Ben Affleck, Samuel L. Jackson
Tegund: Drama, spenna
Tagline: One Wrong Turn Deserves Another
Framleiðsluár: 2002
Bandarísk
—————————————————————–
Í byrjun kvikmyndarinnar Changing Lanes eru þeir Gavin Banek (Ben Affleck) og Doyle Gipson (Samuel L. Jackson) á leiðinni í réttarsalinn. Gavin er með nokkur gögn með sér sem hann þarf að sýna fyrir rétti en Doyle reynir að fá yfirráð yfir sonum sínum. Þeir tveir lenda svo í umferðarslysi og bílinn hans Doyle eyðileggst Gavin má samt ekkert vera að því að hjálpa honum að koma á réttum tíma í réttarsalinn svo Doyle kemur of seint og tapar málinu. En hann er ekki einn um að vera í vondum málum því hann hefur eitt af gögnunum sem Gavin átti að sýna fyrir rétti. Hæstaréttardómarinn gefur honum frest þangað til í lok dagsins til að koma með gögnin. En hann getur aðeins látið sig dreyma því Doyle er mjög reiður út í hann vagna þess að hann kom of seint í réttinn. Gavin reynir að grípa til allra örþrifaráða en Doyle er einfaldlega allt of reiður út í hann en Gavin gæti jafnvel lent í fangelsi ef hann fær ekki gögnin.
Changing Lanes gerist á einum viðburðarríkum degi í lífi þeirra Gavin og Doyle. Mér hefur alltaf fundist Ben Affleck vera hræðilegur leikari en hann var betri í þessari mynd heldur en ég hafði búist við, samt ekki nógu góður. Samuel L. Jackson stendur sig samt alveg ágætlega. Roger Michell, leikstjóri myndarinnar ætti að vera þekktastur fyrir að hafa leikstýrt Notting Hill en aðrar myndir eftir hann eru Titanic Town, My Night with Reg og Persuasion. Changing Lanes er mjög alvarleg og dramtísk kvikmynd en hún er jafnframt spennandi allan tímann þó það hafi verið ósköp lítið um hasar. Myndin verður nokkuð langdregin í lokin og endirinn er fyrirsjáanlegur. Það besta við handritið af myndinni er góð persónusköpun sem er alls ekki til staðar í öllum myndum. Changing Lanes er í heildina litið yfir meðallagi, hún er alveg þess virði að horfa á en samt engin snilldar mynd.
6,5/10
kv. ari218- www.geocities.com/kassagitar/home