Leikstjóri: Lamberto Bava
Leikarar: Urbano Barberini, Natasha Hovey…etc.
Special FX: ????
“They will make cemeteries their cathedrals and the cities will be your tombs”…
Dario Argento mynd sem ég tel vera hans bestu… ekki eru allir sammála því en allr hafa sínar skoðanir á hlutunum. Blóðbað frá byrjun til enda…
Skuggalegur maður með grímu er að dreifa miðum á forsýningu í Berlin. Nokkrir vinirnir ákveða að skreppa á þetta og eru ekki fáir sem mæta á þessa dularfullu sýningu. Myndin er vægast sagt hörmuleg en smátt og smátt fara hlutirnir í myndinni að lifna við og birtast á meðal þeirra og því miður er þetta engin teiknimynd heldur hryllingsmynd um djöfla. Engin kemst út eins og er kannski svoldið fyrirsjáanlegt en nú er málið að annaðhvort finna leið út eða þá að vera dregin til helvítis af djöflunum sem ráfa um kvikmyndahúsið.
Make-upið er einum of flott og er spennan óstöðvandi. Besta demon mynd sem ég hef séð fyrir utan Night of The Demons.
ATH! Leitarorðið á netinu er Demoni.
***