Leikstjóri: Amando de Ossorio.
Leikarar: Lone Fleming, César Burner…etc.
Special FX: ????
Frekar gömul mynd þannig að þið sem horfið ekki á myndir nema að tæknibrellurnar eru flawless þá mæli ég með aðþið haldið ykkur frá þessu því að hún er hrikalega gerð varðandi tæknibrellur. Synd að þessi mynd er fremur óþekkt af því að hún er alls ekki slæm, hérna kynnumst við nýrri tegund af afturgöngum sem eru ekki… hvað mætti segja “juicy” heldur meira í þá átt að vera múmíulegar.
Þrír félagar eru á leið til Lisbon í skemmtanaferð og áður en langt um líður þá verður einn ferðalangurinn fúll útí hina útaf fortíð þeirra. Hún stekkur útum lest á ferð þegar hún áttar sig á því að hún getur engan vegin verið með þeim lengur. Eftir að hafa ráfað um í svolítinn tíma kemst hún í skjól í gömlu niðurníddu klaustri sem er þarna í sveitinni. Hún kemur sér ágætlega fyrir og ætlar að bíða nóttina þarna og ráfa svo heim um morguninn. Því miður fyrir hana þá voru krossfarariddarareglan einusinni íbúar í þessu klaustri og þeir voru teknir af lífi og grafnir þarna fyrir djöfladýrkun. Íbúarnir eiga það til að halda áfram sinni leit að ódauðleikanum jafnvel núna eftir dauðann og til þess þurfa þeir mannablóð…
Byggt á sögunum um krossfarariddarana sem voru uppi á miðöldum. Þeir urðu að frekar voldugri reglu innan kirkjunar og endaði með því að þeir voru búnir að koma höndum yfir stóran part af Evrópu. Þeir voru svo teknir af lífi fyrir ásakanir um djöfladýrkun og voru allir leitaðir uppi og jafnvel pyntaðir til dauða… sagan þeirra er frekar merkileg og þið getið fengið bækur um þá á amazon.com. Sjálfur á ég 3 bækur um regluna og kom það í kjölfar myndarinnar sem þrátt fyrir allt er náttúrulega bara þjóðsaga en krossfarariddararnir voru til… eða eru…
**1/2