Ring (1998) Leikstjóri: Hideo Nakata.
Leikarar: Matsushima Nanako, Sanada Hiroyuki, Nakatani Miki…etc.
Special FX: ????

Eftir langar deilur við Czar um hvaða mynd er besta hryllingsmynd allra tíma ákvað ég loksins að taka þessa “hrikalegu” Ring. Eftir að hafa ekið um allan bæinn í leit af henni(einhver laug því að mér að hún væri fáanleg í Video Höllini) þá hugsaði ég “það er eins gott að þessi mynd er þess virði”.

Asakawa er einstæð móðir sem vinnur sem fjölmiðill. Eftir að sú saga er komin á kreik að nokkrir unglingar hafa dáið akkurrat viku eftir að þau horfðu á dularfullt myndband. Efetir að þau horfðu á myndbandið hringdi síminn og þar sagði rödd að þau mundu deyja eftir viku liðinni. Asakawa er einum of forvitin þannig að hún ákveður að líta á myndina eftir þó nokkra leit af henni. Asakawa sér þá frekar spooky myndband sem ég verð að viðurkenna að situr eftir í manni í svolitla stund eftir myndina. Asakawa kemst að því að hún á viku eftir ólifað og fær fyrrverandi mann sinn með sér í lið til að reyna að stoppa þetta. Sagan um konuna á myndbandinu fer að koma í ljós.

Tónlistin og sound effectin voru framúrskarandi en miðað við að þetta er mynd frá 1998 þá hefði leikurinn mátt vera mun betri. Það er alveg satt að þessi mynd nær að búa til stemmningu en aftur á móti þá gerist hrikalega lítið í þessari mynd. Ef að sú spurning kæmi upp sem kom upp fyrr þ.e. The Exorcist vs. Ring þá yrði ég að segja óhikandi The Exorcist því hún er betri á alla vegu nema hvað stemmninguna varðar. En málið er bara að það þarf eitthvað að fylgja með stemmninguni en í Ring gerist ekkert á þá vegu. Allt í allt voru 3 atriði sem gerðu Ring þess virði að sjá…

***1/2