Leikstjóri: Stanley Kubrick
Handrit: Anthony Burges,Stanley Kubrick
Lengd: 137 mínútur
Framleidd af: Warner Bros,Polaris Productions
Aðalhlutverk: Malcolm McDowell, Patrick Magee, Michael Bates, Warren Clarke, John Clive, Adrienne Corri, Carl Duering, Paul Farrell, Clive Francis, Michael Gover, Miriam Karlin, James Marcus, Aubrey Morris, Godfrey Quigley, Sheila Raynor
Árið 1971 hefur verið rosalegt ár, það ár gaf Stanley Kubrick frá sér myndina A Clockwork orange, vinir mínir höfðu verið að rifja þessa mynd upp fyrir mér og gátu ekki hætt að lofsyngja hana, þannig í næstu minnri video leigu ferð tók ég þessa mynd á leigu. Sumir segja hana kanski ofmetna.
Ég ætla alls ekki að taka undir það því þessi mynd er með betri myndum sem ég hef séð og fær Kubrick stóran plús fyrir þessa.
Malcolm Mcdowell leikur Alex í þessari mynd og þykir mér synd að han hafi ekki átt fleiri góðar myndir en þessa.
Alex er ofbeldisfullur drengur sem hefur gamann af lífinu og þykir ekkert verra en að berja og nauðga öðru fólki og hlusta á 9 kafla sinfoníu beethovens ef ég man rétt.
Myndinn byrjar þar sem þeir félagarnir eru á “Mjólkur”barnum, þar hittast þeir alltaf fyrir kvöldið, hver nótt hjá þeim er nokkuð brútal og byrjar myndinn strax á að þeir lemja varnarlausan róna í spað með keðjum og berum hnefum, klíkustríð eftir það og svo hið klassíska atriði (singing in the rain) þegar hann heilsar uppá konuna og gamla manninn hennar.
Eitthvern daginn seinna hafa félagar snúist gegn honum og svíkja hann þegar Alex hafði lamið konu nánast til dauða. Þeir skilja hann eftir blindann á götunni og lögreglann kemur og tekur Alex fastann. Í fangelsinu tilkynna þeir honum að konan sem hann hafði lamið væri látinn og nokkuð seinna eftir það er hann dæmdur í 14 ára fangelsi.
Til að gera löng orð stutt, þá fer hann í meðferð í fangelsinu sem lætur hann fá ógeð á ofbeldi, þar sem meðferðinn virkar vel er honum aftur hleypt út á götunni. Þegar hann er kominn út hefst stórskemmtileg þó nokkuð dramatísk atburðarás, hann hittir alla þá sem hann hafði gert mein þar á meðal rónan og einnig eru “vinir” hans gömlu úr klíkunni orðnar löggur.
Ég legg til þess ef þú hefur ekki séð myndina ennþá, að þú hlaupir núna útá næstu videoleigu.
Ég gef þessari mynd ****/****
Fyrir tónlist sem spilar stóran og mikilvægan hlut í myndinni ****/****