Leikstjóri: Richard Donner.
Leikarar: Gregory Peck, Lee Remick…etc.
Special FX: ????
Fáar myndir hafa elst jafn vel og The Omen og er þetta núna orðin ein sú þekktasta hryllingsmynd allra tíma við hliðina á The Exorcist. Þessi mynd fókusar ekki á eitthvað blóðbað heldur frekar á söguna sem er frekar mögnuð.
Katherine og Robert Thorne eiga von á barni en því miður þá deyr það við fæðingu. Robert tekur á það ráð að ætleiða annað barn á staðnum. Allt er í sómanum og fjölskyldan gæti ekki verið ánægðari þangað til að barnfóstra þeirra drepur sig á fimm ára afmælisdegi Damiens, sonar þeirra. Prestur að nafni Brennan reynir að koma því til skila að sonur þeirra er enginn venjulegur strákur heldur sonur Lucifer's.
Stjaksetningar atriðið er eitt af þeim sem hafa lifað hve lengst í hryllingsmyndaheiminum og tónlistin er ekki síðri. Leikurinn er frekar góður og endirinn er eitthvað sem enginn má missa af.
****