Leikstjóri: Lucio Fulci.
Leikarar:
Special FX:
Frá manninum sem færði okkur Zombie Flesh Eaters og The Beyond kemur enn eitt blóðbaðið. Myndin er með þeim ógeðslegustu(þ.e. gróf pyntingaratriði og þannig) sem ég hef nokkurntíman séð. Lucio Fulci getur bara komið með eitthvað álíka viðbjóðslegt.
Það gengur morðingi laus í New York sem myrðir á frekar viðbjóðslegan máta. Frekar leiðinleg rannsóknarlögregla fær að sjá um málið og dregur hann sálfræðing með sér til þess að fá einhvern grun um hvað hann er að leita að. Það er aðeins tvennt sem gerir þennan morðingja sérstakann. Í fyrsta lagi þá drepur hann kvennfólk og kvennfólk aðeins. Í öðru lagi þá gaggar hann eins og önd…
Lucio Fulci missteig sig aldeilis þegar hann gerði þessa mynd. Hún hefur ekkert uppá að bjóða nema blóð, innyfli og annan viðbjóð en það er það sem maður horfir á hana útaf. Tónlistin er hörmuleg og það hefði átt að vanda sig aðeins betur við talsetninguna. Bara það eitt að morðingin gaggar eins og önd gerir þetta hlæjinlegt.
*1/2