Leikstjóri: Joh Carpenter.
Leikarar: Sam Niell, Jürgen Prochnow…etc.
Special FX: ????

Fyrir utan The Thing þá hefur John Carpenter gert voðalega lítið eftirmynnilegt en In The Mouth of Madness er svo sannarlega mynd til að muna eftir. Mörgum finnst myndin ruglingsleg og ég viðurkenni það alveg að þetta er ekki mynd sem nægir að horfa á með öðru auganu.

John Trent er ráðinn til að finna út hvað varð um frægan hryllingsbókarithöfund að nafni Sutter Cane. Aðdáendur bóka hans eru gjörsamlega brjálaðir í hann og er þá mál að leita hann uppi. John kemst þá loks eftir svolítið af rannsóknarvinnu í bæinn Hob's End sem er ekki venjulegur bær skal ég segja ykkur. John verður vitni af öllu sem Sutter Cane skrifar um og beint fyrir framan nefið á honum eru skáldverkin að lifna við.

Myndin á sér mjög góð moment og verður jafnvel frekar ógnvekjandi á köflum. John Carpenter fer á kostum við að leikstýra mynd sem ég held að enginn annar hefði getað gert betur. Ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir Sam Niell og það bætir myndina líka helvíti mikið fyrir mig. Endirinn er svakalega flottur og mæli ég með því að allir sjái þessa allaveganna einusinni.

***