Leikstjóri: Stuart Gordon.
Leikarar: Jeffrey Combs, Barbara Crampton…etc.
Special FX: ????
Full Moon Pictures sem færðu okkur Vampire Journals og Puppet Master koma hérna með frekar sjúklega en góða mynd. Það kemur frekar á óvart afþví að þetta er nú frekar mikil underground mynd en bara það að Jeffrey Combs leikur í henni gerir hana þess virði að horfa á, og Stuart Gordon er ekki óþekktur heldur.
John Reilly er ný búinn að erfa gamlan kastala á Spáni frá einhverjum ættingja. Hann ákveður að flytjast þangað með konu sinni og dóttur sem er blind. Þegar þau koma þangað virðist allt í góðu en það varir ekki lengi eins og titill myndarinnar gefur til kynna. Það er einhver annar íbúi í kastalanum sem engin veit hvort er draugur eða bara einhver útigangsmaður. Leyndardómar kastalans fara smátt og smátt að koma í ljós og ekki bara það heldur er John ofsóttur af fortíð sinni. Þessi íbúi kastalans er ekki beint vinalegur en alveg fjallmyndarlegur og býr yfir mikklum persónutöfrum… eða þannig…
Jeffrey Combs bregst ekki frekar en venjulega og sendir frá sér annað snilldarverk. Myndin er mjög vel útsett og make-upið er alveg framúrskarandi. Leikstjórnin er góð en annars er tónlistin og þannig hlutir ekki eftirminnilegir. Ef þið hafið magann í þetta þá mæli ég með þessu. Ég hef ekki rekist á hana hér á landi en það er örugglega hægt að fá hana á DVD núna eftir að það komst í gang. Sjálfur þá pantaði ég mér hana á NTSC og er hægt að fá hana UNRATED frá útlandinu.
***