Aðalhlutverk: Kevin Costner, Will Patton, Larenz Tate, Olivia Williams, James Russo.
Leikstjóri: Kevin Costner
Lengd: 177 mín
Ár: 1997

Eftir eitthvað stríð sem ég veit ekki alveg hvað gerðist í er Ameríka og sennilega öll jörðin í rúst. Flækingur sem lifir á því að leika leikrit er kvaddur í her. Honum finnst að hann getur með engu móti haldið áfram í hernum og ákveður því að flýja þaðan. Á flótta sínum rekst hann á bíl sem hefur keyrt útaf og sá sem keyrði hefur dáið, þetta gerðist sennilega löngu áður því að ökumaðurinn var orðin að beinagrind. Hann fer inn í bílinn til að hlýja sér og þá finnur hann fullt af bréfum og jakka. Hann ákveður því að taka bréfin og jakkan og bera þau út. Upp frá því hef mikil saga og langt ævintýri um mann sem færði fólki von um betri framtíð því að jú, þau lifðu eins og á fornöld.

Eins og ég kom að í annari grein hér á undan þá ætla ég og vinir mínir að leigja myndir sem hafa ekki fengið góða dóma og almennt taldar lélegar. Þessi mynd kom mér virkilega á óvart, ég hafði heyrt að hún væri ömurleg og alveg skuggalega langdregin, þess vegna var ég svolítið hræddur við lengdina á myndini en ákvað samt að slá til og leigði hana. Ég verð að segja að þetta er alltof misskilin mynd, hún er langt frá því að vera langdregin og það er alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gerast í myndinni. Fyrsti einn og hálfi tíminn fannst mér myndin líta svolítið út eins og landútgáfan af Waterworld en svo breytist það í seinni hluta myndarinnar. En eins og ég hef sagt áður þá er þetta ekkert meistaraverk en þetta er frábær “must see” mynd fyrir alla kvikmyndaáhugamenn.

**+ / ****

Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian