Spider-Man (2002) SPIDER MAN
Lengd: ca. 135 mín.
Leikstjóri: Sam Raimi
Handrit: David Koepp
Aðalhlutverk: Tobey Maguire, Willem Dafoe, Kirsten Dunst, James Franco
Tagline: With great power comes great responsibility
Framleiðsluár: 2002
Bandarísk

——————————————————————-

!!!Þeir sem hafa ekki séð myndina og vilja ekkert vita um hana ættu að byrja að lesa næst…

Kvikmyndin Spider-Man fjallar um lúðann Peter Parker (Tobey Maguire) sem er yfir sig ástfanginn af Mary Jane Watson (Kirsten Dunst). En það er nóg fyrir hann að láta sig dreyma því hún er á föstu með Eugene ‘Flash’ Thompson (Joe Manganiello). Harry Osborn (James Franco) er besti vinur Peter´s og föður hans líkar einnig mjög vel við Peter og finnst hann vera algjör raungreina snillingur. Þegar Peter verður svo bitinn af nokkurs konar erfðakönguló stökkbreytist hann og verður að ofurmenni sem er blanda af manneskju og könguló. Hann getur spunnið mjög sterka vefi út úr úlnliðnum á sér og hefur ótrúlegan kraft. Peter fær sér svo grímubúning og verður að hetju í borginni sem hann býr í með því að bjarga saklausu fólki. Hann nýtir sér einnig dulargervið og kraftanna til að heilla Mary Jane sem hefur hætt með Flash en er byrjuð með Harry, besta vini hans. En Spider-Man á óvin sem er kallaður Green Goblin (græni púkinn). Goblin hefur svipað mikla krafta og Spider-Man og vill fá hann til að ganga í lið með sér. Auðvitað vill Spider-Man það ekki en þá vill Goblin aðeins drepa hann.

…HÉRNA!!!

Þessari kvikmynd hef ég beðið eftir lengi með eftirvæntingu. Ég bjóst reyndar við henni betri en hún var alls ekki slæm. Tobey Maguire og Willem Dafoe eru mjög góðir í sínum hlutverkum en leikur Kirsten Dunst er enginn til að hrópa húrra yfir. Sam Raimi, leikstjóri myndarinnar er sennilega þekktastur fyrir Evil Dead myndirnar og The Gift. Núna er Spider-Man hinsvegar langþekktasta mynd hans og Spider Man 2 er væntanleg. Hálofta atriðin með Spider-Man eru flest mjög flott og það kæmi mér ekki á óvart að myndin fengi Óskarsverðlauna tilnefningu fyrir tæknibrellur. Kvikmyndatakan er líka geðveikt flott. Mér fannst bara verst að myndin var á köflum of væmin. Í heildina litið er Spider-Man ágæt byrjun á sumrinu og nú er bara að bíða eftir Spider-Man 2.

7,5/10

ps. flottir spider-man wallpaper-ar eru á þessari síðu: http://www.joblo.com/moviewallpapers/spiderman.htm