upphafi blaðsins, eða frá febrúar 1994. Það er mjög sérstakt að skoða þennan lista og sjá svona helstu myndirnar.
Í fyrsta sæti er There´s Something About Mary. Mjög góð mynd og finnst mér ekki skrýtið að hún skuli vera þarna enda hin fínasta mynd. Í öðru sæti er stórmyndin Shawshank Redemption og kemur alls ekki á óvart að hún skuli vera þarna. Í þriðja Forrest Gump, fjórða Face/Off og fimmta As Good As It Gets. Ekkert skrýtið við þessi sæti en sjötta sætið kemur mér dálítið á óvart, Payback. Ágætis mynd en ekki svona góð. 7. sæti er svo The Sixth Sense, 8. Meet The Parents og er hún frekar ný sem sýnir bara hve vinsæl hún er. 9. sæti kemur svo Seven og 10. The Long Kiss Goodnight, sem ég skil ekki alveg.11. sæti er Mrs. Doubtfire, 12. er Gladiator og 13. Four Weddings and a Funeral. Ég fer nú ekki að telja upp allar myndirnar en bara þær sem mér finnst eiga skilið nokkur orð. Heimskur Heimskari er í 15 og á eftir henni kemur Matrix og Englar Alheimsins. Einhvern megin náði Bridget Jones´s Diary að koma sér í 19 sæti og verða þar með á undan myndum eins og Usual Suspects í 22. sæti, Mask í 23. sæti og Mission Impossible í 25. sæti. Tekjuhæsta mynd allra tíma Titanic er svo í 27. sæti. Langdregna
konumyndin What Women Want með Mel Gibson laumaði sér í 30 sæti og er Mel Gibson líka með mynd í 32. sæti Ransom og 33. sæti Braveheart. Ein mynd sem kom mér á óvart að hún skyldi hafa náð í 37. sæti er What Lies Beneath, hún var ekki það góð. Í 44. sæti kemur ein af skemmtilegri myndum síðari ára The Big Lebowski. Saving Private Ryan er alltof aftarlega í 48. sæti.
Bond myndin Morgundagurinn Deyr Aldrei er svo í 51. sæti. Næsta mynd sem kom mér á óvart með því að vera á listanum var Six Days Seven Nights í 61. sæti og er á undan myndinni Fight Club sem er
í 62. sæti. Áfram heldur listinn, 63. Ace Ventura, 64. Apollo 13, 65. The Nutty Professor og 66. The Wedding Singer. Addi Svartineggur eða Addi Svakanaggur er í 68. sæti með ein af betri hasarmyndum sem ég hef séð True Lies. Heat er svo í 70. sæti og Cast Away á eftir henni. Næsta íslenska myndin á listanum er Íslenski draumurinn í 77. sæti. The Bone Collector er í 83. sæti og svo afar slappa myndin 8mm í 84. sæti. Næsta sjokk sem ég sá og fatta alls ekki hversvegna hún er svo aftarlega er Jurassic Park í 88. sæti. Samuel L. Jackson kemur svo með 2 myndir í röð, eða 3 ef við teljum Jurassic Park með, þær eru 89. sæti The Negotiator og A Time to Kill í 90. Floppið The Jackal er svo í 92. sæti og í 94. sæti er Þjóðhátíðardagurinn. The Entrapment nær rétt svo að komast á listann í 97. sæti, Conspiracy Theory í 98. sæti og skemmtilega gamanmyndin Cool Runnings í 99. sæti. Og svo myndin sem ég er mest glaður með að hafa náð á lista, 100. sæti er The Boondock Saints!
Það er alltaf gaman að skoða kvikmyndalista og líka að telja þær myndir sem maður hefur séð. Ég hef séð alls 73 myndir á listanum eða 7/10 eða 73%.
<B>Azure The Fat Monkey</B>