Leikstjóri: Anthony Hickox.
Leikarar: Terry Farrell, Doug Bradley…etc.
Special FX: ????
Nú er ílla komið fyrir okkur jarðarbúum því að Cenobitearnir ráfa um götur stórborga óstöðvandi…
Eftir að búið er að frelsa Pinhead úr listaverki(sjá Hellraiser) þá náttúrulega eins og mátti giska á fer hann og hans menn að ganga smá berserksgang um bæinn. Nýir Cenobites hafa bæst í hópinn og er enginn þeirra svalur að nokkru leiti. Við sjáum hvernig Pinhead varð að því sem hann er og kemur ýmislegt nýtt fram um kassan og helvítið. Blaðamaður nokkur sem verður vitni að þessu öllu saman ákveður að reyna að losa heiminn við Pinhead í eitt skipti fyrir öll. Hún ferðast með honum um drauma og veruleika og veit maður varla hvað er verið að meina með sumu af þessu.
Eini plúsinn við þessa mynd er að við kynnumst Pinhead aðeins betur en þessir nýju Cenobites eru bara asnalegir og síst af öllu ógnandi eins og þeir gömlu góðu.
**