Hellraiser (1987) Leikstjóri: Clive Barker.
Leikarar: Andrew Robinson, Claire Higgins, Doug Bradley…etc.
Special FX: Sally Sutton…etc.

Larry og Julia eru nýflutt í stórt og fallegt hús. Við flutningana þá sker LArry sig og blóð hellist á blettinn þar sem Frank dó. Blóðið sogast í gólfið og seinna þegar Julia kemur þangað er kominn nýr meðlimur í fjölskylduna, Frank sem er fyrrverandi framhjáhaldið hennar Juliu. Frank útskýrir fyrir henni að hann þarf meira blóð til þess að geta orðið eins og hann var áður því að hann lítur ekki beint vel út eins og hann er. Julia ákveður að hálpa honum og fer að draga með sér karlmenn í húsið þegar engir aðrir eru þar svo að Frank geti nærst á þeim. En hverjum er treystandi við svona aðstæður?

Þetta er hrikalega góð hryllingsmynd og er ekki verið að troða einhverjum lélegum húmor í þessa. Clive Barker(Nightbreed) fer á kostum með hugmyndaflug sitt og leikstjórn og þetta er myndin þar sem Doug Bradley skapar snillingin hann Pinhead.

****