Leikstjóri: William Friedkin.
Leikarar: Ellen Burstyn, Max von Sydow, Jason Miller, Linda Blair…etc.
Special FX: Dick Smith.
Myndin er byggð á bók eftir William Peter Blatty og kom myndin fyrst út 26. december árið 1973. Hér á landi var haldin sérstök forsýning fyrir presta og biskupinn og þeir áttu að ákveða hvort að það átti að sýna myndina á Íslandi. Hún var samþykkt en gekk sá orðrómur að fólki var afhent ælupokar við innganginn og að fólk hefði fengið alls konar köst yfir myndinni. Hversu satt sem þetta er veit ég ekki því ég var ekki fæddur á þessum tíma. En allaveganna þá var hún gefin út aftur núna fyrir stuttu útaf 25 ára afmæli myndarinnar. Þá fékk fólk eins og ég sem vorum ekki það heppin að sjá hana í bíó, einstakt tækifæri til að sjá hana á hvíta tjaldinu.
Regan litla á sér það sem allir halda ímyndaðan vin sem heitir Captain Howdy. Allt er í góðu með það en brátt fara furðulegir hlutir að gerast heima hjá henni, læti uppá háalofti um miðjar nætur, rúmið hristist…etc. Mömmu hennar finnst þetta ekki beint fyndið og hún ákveður að fara með hana í læknisrannsóknir. Ekkert kemur í ljós en Regan er ekki eins og hún á að vera. Þegar mamman er orðin ráðalaus þá fær hún ungan prest sem er ekki viss með trúna sína til að hjálpa sér. Hann kallar eftir gömlum prest sem heitir Merrin því að hann hefur áður séð um særingar. Regan talar tungum og er orðin frekar ólík sjálfum sér þegar Merrin mætir á staðinn. En getur ungi presturinn haldið í trúnna til að hjálpa Regan?
Án efa besta hryllingsmynd sem hefur verið gerð. Þessi mynd geymir flestar af bestu senum hryllingsmyndasögunnar, t.d. hausa snúningurinn sem er ódauðlegt atriði. Tónlistin er án efa besta hryllingsmynda tónlist sem til er og leikstjórnin og leikurinn smellpassar. Sænski frændi okkar Max von Sydow fer á kostum í þessari mynd ásamt Jason Miller. Þessi mynd er góður kandídat í bestu mynd allra tíma og því er óþarfi að segja að fólk verði að sjá hana.
****
Azmodan.