Leikstjóri: Lucio Fulci.
Leikarar: Tisa Farrow, Ian McCulloch, Richard Johnson…etc.
Special FX: Maurizio Trani…etc.
Myndin gerist á afskektri eyju þar sem prófessor nokkur er “óvart” búinn að vekja upp hina dauðu. Ann, dóttir prófessórsins góða heldur af stað útá eyjuna af því að hún hefur ekki heyrt í pabba gamla lengi og svo fannst bátur hans líka á floti allur í afturgöngum. Því miður fyrir hana og fylginauta hennar þá er eyjan öll morandi í afturgöngum. Dr. Menard vinnur myrkrana á milli til þess að finna lækningu og endar ílla fyrir sumum vina okkar. Hver eru orök þess að hinir dauðu ganga?
Make-upið í þessari mynd er það flottasta sem ég held að sé til í hryllingsmynd(frá þessum tíma þ.e.a.s.). Lucio Fulci bregst ekki sem snilldar leikstjóri og kom hann hérna með bestu zombie mynd sem ég hef séð.
***1/2