Leikstjóri: Kevin Reynolds(Robin Hood: Prince of Thieves ,The Count of Monte Cristo).
Ár: 1995
Lengd: 136
Myndin gerist einhvenr tíman í fjarlægðri framtíð þegar allir jöklar á jörðinni eru bráðnaðir og allt land sokkið undir sæ. Fólk býr annaðhvort á bátum eða á einhverjum eyjum sem búnar eru til úr öllu mögulegu sem flýtur. Mold, sandur og annað jarðneskt þekkist ekki, samt hafa menn komið með dálitla mold til sölu eða pappír eða eitthvað þvíumlíkt. Flækingssæfari sem Kevin Costner leikur er stökkbreyttur og getur því andað neðansjávar. Þangað fer hann og nær í mold og aðra hluti sem engin hefur séð áður og selur þá svo þar sem hann getur. Hann lendir svo seinna í myndinni í ævintýri sem á eftir að breyta lífi hans.
Ég og vinur minn ákváðum að fara að leigja smám saman fullt af lélegum og gömlum myndum sem hafa fengið slæma dóma. Við byrjuðum á þessari mynd, sem ég var reyndar búinn að sjá áður en bara fyrir löngu síðan. Alla tíð frá því að þessi mynd kom fram hef ég bara heyrt lélega dóma um hana og hvað hún er glötuð og allt það. Ég er bara ekki sammála því, þetta er ekkert meistaraverk en hún er mjög góð, skemmtilegur og vel útfærður söguþráður, vel tekin þrátt fyrir nokkrar lélegar tæknibrellur og allt þar fram eftir götunum. Flestir sem ég þekki finnst þessi mynd vera hreint rusl, en ef maður gefur sér tíma í hana þá er það bara alls ekki svo. Ég mæli með fyrir alla kvikmyndaáhugamenn að taka þessa mynd sem gamla mynd næst þegar þið leigið spólu, það er örugglega langt síðan fólk hefur séð þessa mynd en þeir sem horfa á hana í dag verða ekki fyrir vonbrigðum, allavega var ég það ekki.
**+ / ****
Kveðja
Otti
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian