Leikstjóri: Tom Savini.
Leikarar: Tony Todd, Tom Towels, Patricia Tallmen…etc.
Special FX: ???? en undir stjórn Tom Savini.
Myndin hefst á því að Barbara og bróðir hennar eru að fara að heimsækja leiði dáins ættingja í kirkjugarði einhverstaðar útí sveit. Furðulegt fólk verður á vegi þeirra í kirkjugarðinum og fyrr en varir þarf Barbara að flýja frá nokkrum óskemmtilegum afturgöngum. Og nú byrjar ballið. Barbara flýr í það sem virðist vera yfirgefið hús en þar bíða hennar nokkur stykki í viðbót. Eftir að vera næstum búin að missa vitið þá kemar maður að nafni Ben til að bjarga deginum. Það endar með því að þau plús fjölskylda sem á heima þarna þurfa að loka sig inni og berjast við zombies alla nóttina… svalt ha? En þau eru með verri óvin inni í sér en fyrir utan því að þau skiljast að vegna mismunandi skoðana og stress. Munu einhverjir lifa af nóttina í húsinu?
Tom Savini sem ég hrósa yfirleitt fyrir snilldar make-up og special FX er núna kominn í leikstjórasætið. Hann stendur sig með prýði og sannar það að hann er mjög hæfileikaríkur á fleiri en einu sviði. Það kannast allir við Tony Todd(Candyman) og hann er mjög flottur í þessar mynd.
***