Leikstjóri: Sam Raimi
Leikarar: Bruce Campell, Embeth Davidtz…etc.
Special FX: Anne Hieronymus.
Nýjasta(og því miður síðasta) Evil Dead myndin sem er ekki alveg að standast væntingar miðað við fyrri myndirnar.
Þessi mynd byrjar akkurrat þar sem 2 endar. Ash sendist aftur í tímann og endar um 1300 e.k. Þar er honum ekki tekið vel í fyrstu og á að taka hann af lífi stuttu eftir að hann lendir. Eftir að hafa sannað sig fyrir íbúum kastalanns sem hann er í þá halda allir að hann sé sendur til að bjarga þeim frá djöflunum(kaldhæðnislega fyndið hvernig minnst er á þetta í Evil Dead 2).
Ash er sendur af stað til að finna bók hina dauðu með því loforði að hann verði sendur aftur til síns tíma þegar hann kemur með bókina. Ash lendir í alls konar hremmingum við að ná bókinni og klúðrar því alvarlega í endinn. Þegar hann snýr aftur er kærustu hans rænt af djöfli og veit hann að nú er að duga eða drepast. Ash safnar liði til að berjast á móti her hina dauðu sem hann sjálfur vakti “óvart” upp.
Þessi mynd er komin eins langt frá originalinum að það er ekkert sniðugt. Army of Darkness er frekar grínmynd heldur en nokkurntíman hryllingsmynd. Sam Raimi er sammt sami snillingurinn í leikstjórn og Bruce Campell flottur eins og venjulega.
***