Leikstjóri: Sam Raimi.
Leikarar: Bruce Campell, Sarah Berry, Dan Hicks…etc.
Special FX: Shannon Shea.
Evil Dead 2; Dead by Dawn er, ef eitthvað er, frægari en Evil Dead. Sem er ekkert skrítið.
Myndin hefst á því að Ash er á leiðinni í kofann með kærustu sinni. Allt er voða rólegt og notanlegt. En ekki lengi(kannski of augljóst?). Kærasta Ash hverfur eftir að ráðist var á hana af “andanum í skóginum”. Ash þarf að berjast einn við þessa veru og endar með því að hún andsetur hendi hans. Ash er ekki lengi að finna ráð við því og sagar hann af sér hendina, en það gerir bara íllt verra. Allt í einu kemur dóttir prófessorsins sem bjó í húsinu áður. Smátt og smátt fara leyndardómar húsinns og bókarinnar að koma í ljós og er eitt flottasta atriði hryllingmyndasögunnar í þessari mynd, þ.e. kjallara atriðið. Henritetta er án efa flottasti demoninn í myndinni og má enginn missa af þessu atriði.
Evil Dead 2; Dead by Dawn er mun kómískari en fyrri myndin og dregur það virkilega úr hryllingnum en hann er þó til staðar. Hún er engan vegin verri en Evil Dead en samt þá mæli ég með því að fólk horfi á Evil Dead áður en að það sér Evil Dead 2; Dead by Dawn.
***1/2