Evil Dead (1983) Leikstjóri: Sam Raimi.
Leikarar: Bruce Campell, Ellen Sandwiess, Hal Delrich…etc.
Special FX: Tom Sullivan.

Ein besta hryllingsmynd allra tíma er án efa Evil Dead. Það hafa nú flestir séð þessa mynd en ég ætla að fjalla aðeins um hana.

Nokkrir vinir halda útí skóg til að eyða helgi í afskektum kofa. Ash, Cheryl, Scotty, Shelly og Linda mæta á staðinn og er greinilegt að enginn hefur verið þarna í nokkurn tíma. Þau fara að koma sér fyrir og eftir nokkra furðulega atburði þá fara þa að skoða kjallarann þar sem þau finna upptökutæki og bók hina dauðu. Eftir að búið er að spila af upptökutækinu sem er greinilega rannsóknir fyrrum íbúa kofans á bókinni. Eftir að búið er að spila nokkrar þýðingar uppúr bókinni þá vaknar eitthvað djöfulegt í skóginum. Félagarnir þurfa að horfa uppá vini sína andsetjast og veit enginn hver er næstur.

Þótt að þetta er mjög ódýrlega gert þá kemur þetta snilldarlega út. Sam Raimi leikstýrir vel og kemur með sígilda hryllingsmynd sem fáir munu gleyma.

***1/2