Leikstjóri: Joseph Zito.
Leikarar: Joseph Zito, Kimberly Beck, Corey Feldman…etc.
Special FX: Tom Savini.
Hverjum datt svosem í hug að þetta yrði síðasta Friday myndin?
Jæja nóg um það.
Jarvis fjölskyldan nýtur sín vel í afslöppun í sveitinni. Eftir svolitla stund kemur hópur af unglingum til að skemmta sér í húsinu við hliðin á þeim. Það er allt í góðu lagi. Tommy er lítill strákur sem er hluti af Jarvis fjölskylduni og vill svo skemmtilega til að hann er hryllingsmynda óður og býr til sínar eigin skrímslagrímur og alles. En það er líka annar náungi mættur á svæðið og það er gamli vinur okkar hann Jason Voorhees. Tommy er frekar furðulegur á köflum en þó er hann með snilldar ráð til að drepa Jason í eitt skipti fyrir öll… eða hvað?
Frekar magnaður endir en ekkert í líkingu við fyrri myndirnar. Þetta er ágætis hluti af Friday rumuni en þó ekkert til að vera að elltast við nema að þú sért Friday maður eins og ég. Stóri plúsinn við þessa mynd er það að Tom Savini er kominn aftur til að sjá um make-upið og special FXin og hann bregst aldrei.
**1/2