Leikstjóri: Danny Steinman.
Leikarar: Danny Steinman, Melanie Kinnaman, John Shepherd…etc.
Special FX: ????
Tommy er vaxinn úr grasi og þvi miður fyrir hann þá er hann sendur á hæli útaf ruglinu sem fylgdi í kjölfar síðustu myndar. Hann sér Jason ennþá í draumum sínum og er orðinn frekar ofbeldishneygður. Þegar fólk fer að deyja í kringum hann gruna allir náttúrulega greyið hann Tommy.
Er Jason ekki dáinn fyrir fullt og allt eða…? Þið verðið að komast að því.
Nokkrir skemmtilegir karakterar koma fram í þessari mynd eins og rugluð kona og þroskahefti sonur hennar. Þessi mynd er því miður lélegasta Friday myndin að mínu mati fyrir utan Jason Goes To Hell útaf plottinu. En ef maður horfir á hana með því hugrfari að þetta er ekki Friday mynd þá er þetta allt í lagi. Þessi mynd átti aldrei að heita Friday… ég tel hana varla með í safnið en samt er hún þarna.
*1/2