Leikstjóri: Steve Miner.
Leikarar: Steve Miner, Amy Steel…etc.
Special FX: Carl Fullerton.
Fimm árum eftir Friday The 13th er ákveðið að opna umsjónarmanna þjálfunarstöð rétt við Camp Crystal Lake. Enn og aftur fer vesalings fólkið að hverfa og drepast. Ginny reynir að berjast á móti þessum hávaxna morðingja sem gengur um með poka á hausnum.
Endirinn á þessari er ekki síðri en í Friday The 13th og tel ég þetta vera með þeim betri Friday The 13th myndum. Það vantar ekki frumleikann í morðunum í þessari frekar en í originalinum. Carl Fullerton og hans menn standa sig ágætlega en komast samt ekki nálægt Tom Savini.
Tvær og hálf stjarna.