Leikstjóri: Sean S. Cunningham.
Leikarar: Adrienne King, Betsy Palmer, Peter Browner…etc.
Special FX: Tom Savini.
Ég ætla að byrja smá hryllingsmynda-gagrýna-maraþon núna og ákvað ég að byrja á klassíkernum Friday The 13th.
Myndin hefst á því að Steve Christy og nokkrir unglingar ætla að reyna að enduropna Camp Crystal Lake sem var lokað 20 árum fyrr vegna dauða drengs og tveggja umsjónarmanna. Allt gengur ágætlega þangað til að unglingarnir fara að hverfa og drepast allt vegna kynlífs, dópneyslu og drykkjar.
Morðin eru snilldarlega gerð enda er ekki furða, það er enginn annar en meistarinn Tom Savini(Day of The Dead, Night of The Living Dead, Dawn of The Dead) sem sér um það. Endirinn er eitthvað sem enginn má missa af og er þetta sú sem kom Friday The 13th seríuni af stað(óviljandi reyndar en það er önnur saga).
Þessi mynd á heima í hillum allra hryllingsmynda aðdáenda.
Þrjár stjörnur.