Stundum kemur fyrir að asnaleg framhöld eru framleidd eins og t.d American Phsyco 2 o.f.l og þessvegna ætla ég að spá fyrir um komandi framhöld.

BLACK HAWK DOWN 2:TALIBAN ASSULT
Ef þið föttuðuð þetta ekki þá er þetta framhald af Black Hawk Down.
FRAMLEIÐANDI: Jerry Bruckheimer
LEIKSTJÓRI: Michael Bay
HANDRIT: Jerry Bruckheimer og Stephen King
AÐALHLUTVERK: Eric Roberts, Leonardo di Caprio, The Rock og Tony Shalhoub.
PLOTTIÐ: Það er talið að það verði um afgönsku flóttamennina sem flúðu til Ástralíu, þar gera þeir uppreisn og hertaka allt landið og þá þurfa náttúrulega Kanarnir að bjarga öllu en þá kemur í ljós að Saddam borgaði flóttamönnunum til að gera þetta og leita að lykli sem er falin í bókasafni í Perth og þessi lykill gengur að leyniherbergi í hvíta húsinu og þar inni er flaska sem inniheldur skrítin vökva og ef sá vökvi og afganskt blóð snerta Bandaríska jörð þá rís upp djöfull sem hjálpar Saddam að yfirtaka alheiminn.

Semsagt myndin verður Crap.

THE TWO(framhald af the one)
FRAMLEIÐANDI: Jet Li og Jacki Chan
LEIKSTJÓRI: John Scultz
HANDRIT: Jet Li
AÐLHLUTVERK: Jet Li, Eric Roberts, Carla Gugino og Sean Hayes.
PLOTTIÐ: Það er nú varla neitt plott nema það að vondi kallin úr fyrri myndinni snýr aftur og með með tvífara Eric Roberts.(Hræðilegt að hafa tvo Eric Roberts í einni mynd)
Niðurstaða = I belive it will be crap.

THE FLY 3: FEATURING SPIDERMAN(framhlad af The fly 2 og Spiderman)
FRAMLEIÐANDI: David Cronenberg
LEIKSTJÓRI: David Cronenberg
HANDRIT: David Cronenberg og Jeff Goldblum
AÐLHLUTVERK: Jeff Goldblum, Eric Stoltz, Casper Van Dien og Dina Meyer.
PLOTTIÐ: Jæja þá er hann Seth Brundle(Jeff Goldblum) klónaður af
syni sínum(Eric Stoltz)og breytist hann þá aftur í risa flugu en ekki bara venjulega flugu heldur blöndu af moskítóflugu og vespu og hver er þá kallaður á vettvang? jú jú það er spiderman(Casper Van Dien) og þarf hann að bjarga Mary Jane(Dina Meyer) frá flugunni.
Gæti orðið áhugavert Crap.

SCREAM 4: NOT THE FINAL SCREAM(framhlad af scream 3)
FRAMLEIÐANDI: Jerry Bruckheimer
LEIKSTJÓRI: Wes Craven
HANDRIT: Wes Craven
AÐALHLUTVERK: Neve Campell, Jeri Ryan, David Arquette, Courtne Cox, Jon Voigt og Kari Wuhrer.
PLOTTIÐ: Ekki neitt nema það að nokkrir unglingar(sem eru leiknir af fertugum leikurum) eru drepnir og Sidney Prescott þarf að bjarga öllu.
Það vita allir nema Jerry Bruckheimer að þetta verður CRAP!!

NUTTY PROFESSOR 3(Framhld af The Nutty professor)
FRAMLEIÐANDI: Eddy Murphy
LEIKSTJÓRI: Eddy Murphy
HANDRIT: Eddy Murphy
AÐALHLUTVERK: Eddy Murphy, Eddy Murphy, Eddy Murphy, Eddy Murphy og Janet Jackson
PLOTTIÐ: Eina sem vitað er um þessa mynd er að hún verður ekki tilnefnd til óskarsverðlauna.
Crap

BLADE 3:THE RETURN OF LA MAGRA(Framhald af Blade 2)
FRAMLEIÐANDI: Jerry Bruckheimer
LEIKSTJÓRI: Michael Bay
HANDRIT: David S. Goyer
AÐALHLUTVERK: Wesley Snipes, Sean Patrick Flanery, Eric Roberts og Ingvar E. Sigurðsson
PLOTTIÐ: Jæja þá er Blade komin aftur og ætlar hann að sparka í vampírurassgöt með stæl, nú ætlar aðal vampíran á svæðinu(Ingvar E. Sigurðsson) að vekja upp La Magra í sinni réttu mynd(Eric Roberts, það má ekki gerast því enginn vill sjá þann mann í bíó)
og drepa Blade. Nú þarf Blade að taka á honum stóra sínum ásamt aðstoðarmanninum(Sean Patrick Flanery)sem gerir nú meira að flækjast fyrir en að hjálpa.
spái því að þessi mynd verð EKKI Crap.

DRIVEN 2:F1 ACTION(Framhald af Driven)
FRAMLEIÐANDI: Jerry Bruckheimer
LEIKSTJÓRI: Sylvester Stallone
HANDRIT: Sylvester Stallone
AÐALHLUTVERK: Sylvester Stallone, Mika Hakkinen og Cole Hauser
PLOTTIÐ:Stallone reynir hér fyrir sér á Formúlu 1 brautum heimsins
ásamt Mika Hakkinen sem leikur sjálfan sig.
Þetta verður World Class Crap

Fleiri Framhöld sem eru líklega á leiðinni.

Vampires 2
Jason XI
Jurassic Park 4
Starship Troopers 2
Childs Play 5
6000 miles to Graceland
20 things I hate about you
Pearl Harbour 2: Japan strikes back

Þess má geta að ICEBERG hjálpaði til með þessa grein.
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.