Bubble Boy (2001) BUBBLE BOY
Lengd: 83 mín.
Leikstjóri: Blair Hayes
Handrit: Cinco Paul, Ken Daurio
Aðalhlutverk: Jack Gyllenhaal, Swossie Kurtz, Marley Shelton
Tagline: “ A journey of 2,755.8 miles begins with a single bounce”
Framleiðsluár: 2001
Bandarísk

——————————————————————-

Kvikmyndin Bubble Boy fjallar um strákinn Jimmy Livingston (Jack Gyllenhaal) sem fæddist með gallað ónæmiskerfi, þess vegna þarf hann að lifa í stórri loftbólu. Um unglingsárin verður hann ástfanginn af nágranna sínum, Chloe (Marley Shelton). Hann og Chloe verða góðir vinir og Jimmy verður meira ástfanginn af henni með hverjum deginum. Hann tekur því þess vegna mjög illa að Chloe ætlar að giftast töffarnaum Mark (Dave Sheridan). Jimmy undirbýr þá langt ferðalag þvert yfir Bandaríkin til Niagara Falls, þar sem brúðkaupið verður og ætlar sér að stöðva athöfnina. Á leiðinni þangað hittir hann fullt af skrýtnu fólki á meðan foreldrar hans eru að fara á tauginni og reyna eins og þau geta að ná honum.


Ég bjóst ekki við miklu af Bubble Boy en hún varð mun verri en ég bjóst við. Hugmyndin er stolin úr The Boy in the Plastic Bubble (1976) með John Travolta nema það sé verið að gera grín að henni. Leikarinn Jack Gyllenhaal stígur stórt skref niður á við með þessari mynd eftir frábæran leik sinn í Donnie Darko og aðrir leikarar voru ennþá verri heldur en hann. Það kemur ekki á óvart að þetta er fyrsta mynd leikstjórans, Blair Hayes og ég ætla að rétt að vona að hann komi ekki nálægt kvikmyndagerð í framtíðinni. Söguþráðurinn er þunnur og endirinn fyrirsjáanlegur. Í Mogganum er Bubble Boy lýst sem sprenghlægilegri gamanmynd en mér stökk reyndar ekki bros á vör á meðan ég horfði á þessa mynd. Hreint út sagt er þetta leiðinleg 80 mínútna steypa sem ég get ekki fundið neitt gott við!

1/10


ari218- www.geocities.com/kassagitar/home