Leikarinn Russell Crowe sem kom sá og sigraði með kvikmyndinni Gladiator árið 2000 er búinn að vera gera það mjög gott undanfarið. Á stuttum tíma er hann orðinn einn launahæsti leikari í heimi en hann fær núna $20 milljónir fyrir mynd. Crowe hefur leikið í mörgum góðum myndum og ber þá helst á myndunum Romer Stomper, L.A. Confidential, The Insider, Gladiator og A Beautiful Mind. Russell fæddist 7. april 1964 á Nýja-Sjálandi en ekki Ástralíu eins og flestir halda. Þegar Crowe var aðeins fjögurra ára flutti fjölskylda hans með honum til Sidney í Ástralíu. Þar fengu foreldrar hans að vinna á kvikmyndatökustað, en ekki sem leikarar heldur sem veitingarfólk. Í staðinn fékk Crowe að umgangast mikið af fólki sem vann þarna, leikara og þannig lið. Crowe fékk sitt fyrsta hlutverk í sjónvarpi þegar hann var sex ára. Lék hann þá munaðarleysingja í þáttunum Spyforce. Eftir að hafa verið tíu ár í Sidney flutti þau aftur til Nýja-Sjálands. Var þá Crowe byrjaður í ruglinu, byrjaði að reykja og drekka um tíu ára aldur og hefur reykt alveg síðan. Ætli það hafi ekki verið ástæða þess sem þau fluttu. Hóf þá Russell tónlistarferil sinn sem rokksöngvari í hljómsveitinni Roman Antix. Crowe var þá byrjaður að kalla sig Rus le Roc og gaf út lag tveimur árum seinna, ‘I Want to be like Marlon Brando’. Síðar skipti hljómsveitin um nafn, nafn sem fleiri ættu að kannast við, 30 Odd Foot of Grunts. Crowe var þá söngvari og textahöfundur. Tónlistarferill hans skipti hann miklu máli því hann hætti í framhaldskóla til að geta eytt meiri tíma með hljómsveitinni sinni. 16 ára vann hann ekki í mjög merkilegum störfum, vann sem barþjónn, upphrópari í bingói, þjónn og fleira. Það nægði ekki fyrir reikninum sem hann þurfti að borga. Þá spilaði hann með 30 Odd Foot og Grunts og varð innkoman næg til að borga reikningana.
Tónlistarferill hans skipti hann meira máli heldur en leiklistarferilinn. En það átti eftir að breytast eftir nokkur ár. Eftir að hafa komið fram í leikritum eins og Grease og The Rocky Horror Show. Fyrsta myndin hans, Blood Oath eða Prisoners of the Sun eins og hún hét í Bandaríkjunum kom út árið 1990. Ári seinna fór hann með hlutverk sem færði honum AFI verðlaunin (Australian Film Institute) fyrir bestan leik í aukahlutverki. Myndin hét Proof og lék hann þar góðan og rólegan mann, allt annað en í næstu mynd sem hann lék í. Romper Stomper, Crowe lék þá nýnasista og það vel. Vann hann önnur AFI verðlaun og í þetta sinn sem besti leikarinn. Árið 1994 kom svo hlutverk sem er gersamlega í ósamræmi við fyrri myndina, sem sýnir það bara að Russell er óhræddur að takast á við ný hlutverk. Myndin hét The Sum of Us og leikur hann fráskildan samkynhneigðan pípulagningarmann. Það mætti segja að það væri Sharon Stone að þakka að Russell er svona frægur í dag. Stone varð svo hifin af Crowe þegar hún sá hann í Romper Stomper að hún bauð honum hlutverk í The Quick and the Dead. Hún sagði meðal annars að Crowe væri kynþokkafyllsti leikarinn í dag. Gagnrýnendur segja Crowe það eina jákvæða sem hafi komið útúr myndinni. Smám saman varð Crowe þekktari í Bandaríkjunum eftir að hann lék í misheppnaða vísindatryllinum Virtuosity á móti Denzel Washington. Lék Crowe þá SID 6.7, einn af 150 raðmorðingjum í framtíðinni. Tók þá Crowe að sér hlutverk í léttari kantinum, í rómantísku myndunum Rough Magic á móti Brigdet Fonda og Breaking Up með Sölmu Heyek.
En alltaf hækkaði Crowe í áliti fólks, sérstaklega eftir hann lék í hinni frábæru L.A. Confidential. Crowe fór þá með hlutverk Bud White, spilltrar lögga og elskhugi Kim Basinger. Myndin fékk samtals 9 óskarstilnefningar en aðeins 2 styttur. Á eftir henni kom hálfmisheppnuð mynd, Mystery, Alaska. Loksins fékk þá Crowe það hlutverk sem hann fór best með að mínu mati. Í mynd eftir Michael Mann, The Insider, leikur Crowe Jeffrey Wigand, fyrrverandi starfsmaður hjá tóbaksfyrirtæki og ætlar Wigand að segja frá allskonar leyndarmálum innan fyrirtækisins. Frábær mynd sem fékk ekki verðskuldaða athygli og hefði Crowe frekar átt að fá Óskarinn fyrir þessa mynd frekar en næstu mynd. Enda fannst sumum sem Akademían hafi verið að bæta þetta fyrir Crowe með Gladiator. Þess má geta að Crowe þyngdi sig um 17 kg fyrir hlutverkið og var nánast óþekkjanlegur með þessi aukakíló og gráa hárkollu. Þá kemur myndin sem Crowe er langþekktastur fyrir, Gladiator. Leikur Crowe hershöfðingjann Maximus sem er svikinn af konungi sínum en sver að koma fram hefndum. Frábær mynd í alla staði og magnaður leikur Crowe’s. Ridley Scott leikstýrir meistaralega. Myndin var tilnefnd til tólf óskara og fékk fimm af þeim, þar á meðal aðalóskarinn, besta myndin. Crowe fékk $5 milljónir fyrir hlutverkið. Crowe gerði svo mikil læti á milli hjónanna Meg Ryan og Dennis Quaid þegar hann lék í Proof of Life, fékk hann þá $7,5 milljónir. Byrjuðu þá Meg og Crowe saman. Dennis sótti um skilnað um sumarið. Þau tvö hættu saman um veturinn. Ekki var Crowe hættur að undra Hollywood á leikhæfileikum sínum þegar hann lék Dr. John Nash í kvikmyndinni A Beautiful Mind eftir Ron Howard. Var hann þá búinn að hækka sig upp í $15 milljónir. Crowe fékk þá sína þriðju óskarstilnefningu en fékk ekki Óskarinn. Margir höfðu spáð honum óskarnum en var það Denzel Washington sem hreppti styttuna fyrir Training Day. Núna þessa dagana er Russell að vinna í mynd sem heitir Master and Commander. Hún mun kosta $135 milljónir en er vitað frekar lítið um hana.
Það mætti segja að það hafi verið meira fjallað um einkalíf Crowe heldur en kvikmyndirnar hans því hann er einfaldlega alltaf í sviðsljósinu, slúðurdálkarnir nærast á hans einkalífi. Crowe hefur verið þekktur sem allt annað en “saklausi maðurinn”. Hann komst virkilega í blöðin þegar fréttist af því þegar Crowe lenti í svakalegum slagsmálum fyrir nokkrum árum við næturklúbb í New South Wales. Lamdi Crowe þá meðal annars bróður sinn. Það leiddi meðal annars til að reynt var að fjárkúga Crowe, sögðust fjárkúgararnir vera með spólu sem sýndi þessi slagsmál hans og hótuðu að birta hana í sjónvarpi ef hann myndi ekki borga þeim. Á BAFTA hátíðinni sem lauk núna fyrir nokkrum mánuðum fékk Crowe verðlaun fyrir hlutverk sitt í A Beautiful Mind. Flutti þá leikarinn mjög langa ræðu. Útsendingarstjórann klippti stóran hluta af ræðu Crowe’s og ljóð sem hann fór með úr klipptri útgáfu af hátíðinni daginn eftir. Crowe var ekki ánægður með það, hann ruddist inn til hans, þrusaði honum upp að vegg og blótaði að honum og spurði hann hvernig hann dirfiðist að klippa út ræðu hans og að hann væri besti leikarinn. Svo endaði hann þetta ‘samtal’ með að lofa honum að hann fengi hvergi vinnu neinsstaðar. Crowe baðst afsökunar eftir nokkurn tíma og þónokkra umfjöllun í fjölmiðlum. Á Golden Globe sjónvarps- og kvikmyndaverðlaunahátíðinni 2001 þóttist bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafa fengið vitneskju um að það átti að ræna Crowe. Mætti þá Crowe á hátíðina umkringdur af FBI löggum. Sérstaklega fyndið þegar Steve Martin, kynnir á Óskarnum 2001, var að gera grín að þessu og skammaði Tom Hanks fyrir að skipuleggja ránið svo Hanks gæti hugsanlega fengið verðlaunin. Þessi hljómsveit Crowe og annars félaga hans, 30 Odd Foot of Grunts er ennþá starfandi og gaf meira segja út disk um daginn en engin metsala þar í gangi, 150 eintök seldust af plötunni. Segir þá Crowe að hann vilji ekki að fólk hlusti á hljómsveitina af því hún er fræg, heldur af því fólkið uppgvöti tónlistina sjálft. Mikil markaðssetning þar í gangi. Crowe segist gera allt frekar en að flytja til Hollywood, enda býr hann á búgarðinum sínum ásamt eldri bróðir sínum og foreldrum í Ástralíu þegar hann er ekki að taka upp. Landsvæði hans er 600 ekrur og gerir Crowe fátt annað en að eyða mestum sínum frítíma þarna með fjölskyldunni. Hann ræktar korn, kjúklinga, beljur og hesta. En hann segist vera alveg hræðilegur bóndi því hann fær það einfaldlega ekki af sér að slátra nautgripunum sínum. Í lokin er gaman að minnast á þegar Crowe fékk Óskarinn fyrir Gladiator, þá var hann svo hissa en núna þetta árið fyrir A Beautiful Mind, var hann búinn að reikna með því að fá verðlaunin en var svo fúll þegar hann fékk þau ekki. Frábært að sjá svipinn á honum þá.