Frekar lítið hefur farið fyrir góðum hryllingsmyndum og þá sérstaklega undanfarið og er það líklegast vegna þess að það er meira og minna hætt að framleiða þær og líka það að þær fáu sem hafa komið út núna eru algert rugl. Ég ætla að fara yfir þær bestu í gegnum tíðina og mæla með nokkrum góðum. Ég á um 100 hryllingsmyndir og hef fylgst með hryllingnum í meira en 10 ár núna.
Slasher myndir;
Það hafa nú flestir heyrt um The Texas Chainsaw Massacre(1974) sem var bönnuð á sínum tíma í Bretlandi sem leiddi til þess að við fengum hana ekki. Fyrir ekki svo löngu síðan þá var þessu banni aflétt og núna er hægt að nálgast hana á auðveldan hátt. Ég náði mér í UNCUT útgáfu af þessum classa fyrir nokkrum árum síðan og verð nú að segja að þrátt fyrir allt umtalið þá er þetta nú engin sérstök mynd fyrir utan kanski endirinn sem gerir myndina þess virði að eiga… Tobe Hooper sannar sg reyndar enn og aftur sem horror leikstjóri og við getum verið stolt af Gunnari okkar Hansen sem kom Slasher æðinu af stað.
Halloween(1978) er mynd sem ég hef aldrei verið hrifinn af og þá sérstaklega ekki framhöldunum. Halloween er ágætis afþreying en finnst mér hún vera ofmetin í hryllingsmynda heiminum.
Friday The 13th(1980) kom af stað famhaldslengju sem ætlar engan endi að taka. Núna í sumar kemur Jason X sem er grátlegt. Ég mæli eindregið með því að fólk haldi sig frá Jason Goes to Hell og Jason X en aftur á móti eru myndir 1-5 algjör MUST-SEE fyrir hvaða hryllingsmynda fan.
Það þekkja allir A Nightmare on Elm Street(1984) sem gat af sér 7 framhöld og er ein af þeim fáu runum sem hafa ekki endað ílla. Original Nightmare myndin er náttúrulega best en svo kemur A Nightmare on Elm Street 3: The Dream Warriors mjög sterk inní sem er eitt besta framhald í sögu hryllingsmyndana. Næstum allar Nightmare myndirnar eru mjög góðar en ég mæli með því að fólk hald sig frá A Nightmare on Elm Street 2: Freddys Revenge og A Nightmare on Elm Street 5: The Dream Child.
Allt of fáir muna eftir Hellraiser(1987) myndunum sem eru að mínu mati bestu slasher myndir nokkurntíman. Clive Barker er algjör snillingur og þeir sem kunna að meta góðar hryllingsmyndir skulu næla sér í þessar og þó vara ég við Hellraiser 3: Hell on Earth og Hellraiser 5: Inferno sem eru frekar slappar og Inferno er algjört rugl og vitleysa sem hefði aldrei átt að líta dagsins ljós.
Slasher myndirnar er einn af stærri hópum í hryllingsmynda heiminum og halda til dæmis krakkar nú til dags að klisjur eins og Scream og I Know What You Did Last Summer séu hryllingsmyndir en ég vill benda á það að þær eru það EKKI.
Einnig mæli ég með;
The New York Ripper(1982), Henry, Portrait of A Serial Killer, The House by The Cemetary.
Zombie og Demon myndir;
George A. Romero safnið er það besta sem hægt er að fá ef þú ert að leyta af Zombie myndum og þá er það bara að ná sér í Night of The Living Dead(1968), Dawn of The Dead(1979)(hægt að fá Directors Cut) og svo er það snilldin Day of The Dead(1985).
Evil Dead trílógían eru án efa þekktustu Demonic possesion myndirnar og eiga þær það alveg skilið. Þetta eru myndir sem öllum er gott af að sjá. The Evil Dead er best að mínu mati og einnig er hún ógeðslegust en Evil Dead 2: Dead by Dawn er meira í kómíska stílnum en er líka hrikalega góð. Army of Darkness er farin frekar mikið útfyrir originalinn og er orðin grínmynd í stað hryllingsmyndar, en þó er hún góð og á heima með þeim.
Einnig mæli ég með fyrir þá sem hafa gaman af svona myndum;
The Dead Next Door(1989), Demons(1986), The Return of The Living Dead(1992), Re-Animator, Castle Freak(1995?), Nightbreed(1990), Night of The Demons.
Annað;
Besta hryllingsmyn allra tíma er náttúrulega stórmyndin
The Exorcist(1973) og held ég að engin mynd muni nokkurntíman slá henni við. Framhöldin voru fáránleg og mæli ég með því að fólk horfi bara á The Exorcist og blandi ekki hinu í þetta.
The Omen(1976) er næst við The Exorcist og er málið að sjá þær allar þrjár og njóta. Þótt að 1 sé best þá eru 2 og 3 ekki síðri en ekki vera að eltast við númer 4 sem er rusl.
The Thing er og verður besta mynd sem John Carpenter hefur gert og er þetta ein af þeim bestu sci-fi horror af bestu gerð.
Ég get ekki endað þetta án þess að minnast á Peter Jackson fyrst að það er komið æði fyrir myndum hans núna. PJ er búinn að vera uppáhalds leikstjóri minn síðan ég keypti Bad Taste fyrir 5-6 árum síðan. Bestu myndir hans eru Bad Taste, Dead Alive og Heavinly Creatures… og LoTR náttúrulega.
Ef einhver hefur áhuga á að vita meira um hryllingsmyndir þá er bara að senda mér mail.
Azmodan.