The Time Machine (2002) THE TIME MACHINE
Leikstjóri: Simon Wells
Handrit: John Logan (byggt á sögu H.G. Wells)
Aðalhlutverk: Guy Pearce, Samantha Mumba, Jeremy Irons, Orlando Jones
Tegund: Ævintýramynd, drama, hasar, spennumynd
Framleiðsluár: 2002
Bandarísk

——————————————————————-

Kvikmyndin The Time Machine er byggð á skáldsögu H.G. Wells en önnur samnefnd kvikmynd kom út árið 1960 byggð á sömu sögu. Ég hef ekki séð gömlu myndina en hef heyrt góða hluti um hana. Þeirri mynd leikstýrði George Pal en Simon Wells barnabarn H.G. Wells leikstýrði þeirri nýju.


The Time Machine fjallar um prófessorinn Alexander Hartdegen (Guy Pearce). Kvöld eitt hafði hann ákveðið að hitta kærustu sína. Þau hittust og Alexander bað hennar. Þau trúlofuðust en þá labbaði þjófur upp að þeim og vildi fá öll verðmæti sem þau voru með á sér þ.á.m. trúlofunarhringinn. Þau komast ekki upp með að neita honum um hann, sem þau gera svo hann drepur kærustu Alexander´s. Hann brotnar alveg niður og notar næstu 4 ár til að smíða tímavél til þess að komast aftur í tímann og giftast kærustu sinni. Hann reynir að gera það en hann virðist ekki geta breytt fortíðinni svo hann fer 800.000 ár fram í tímann. Þá eru jarðarbúar orðnir að 2 kynstofnum sem eru frumbyggjar og neðanjarðarskrímsli sem éta frumbyggjana. Alexander mun svo lenda í ótal framtíðarævintýrum.


Fyrstu 20 mínúturnar af myndinni voru allt í lagi en þegar Alexander var kominn 800.000 ár fram í tímann varð hún alveg ótrúlega leiðinleg. Neðanjarðarskrímslin voru ótrúlega heimskuleg og atriðin með þeim voru ömurleg. Ömurlega söngkonan Samanth Mumba leikur frumbyggja í myndinni og það er í fyrsta sinn sem hún leikur í kvikmynd. Henni tekst reyndar alls ekki vel upp og það er ólíklegt að hún muni nokkurn tíma aftur fá hlutverk eftir þennan skandal. Guy Pearce er mun skárri en hún en samt lélegur. Það flottasta í myndinni er tímavélin sjálf og þegar umhverfið breytist meðan hún er á leið fram í tímann. The Time Machine er mjög léleg kvikmynd en það var sennilega meira hugsað um tæknibrellur en nokkuð annað þegar myndin var gerð.

3/10


kv. ari218 - www.geocities.com/kassagitar/home