Titill:Blade 2
Framleiðsluár:2002
Leikstjóri:Guillermo Del Toro
Aðalhlutverk:Wesley Snipes, Kris Kristofferson, Ron Perlman
Genre:Horror/Thriller
Tagline:Know the Mark
BLADE 2
Eg varð fyrir þvílíkum vonbrigðum með Blade 2. Þetta er án efa einhver heimskulegasta vampýrumynd allra tíma ( fyrir utan fjandans Leslie Nielsen myndina! ). Það er enginn ástæða til að fara yfir söguþráðinn ( ég er viss um að flestir viti um hvað myndin fjallar um=Blóð, Blade, lélegir leikarar, blóð, engin persónusköpun, þreytandi og ofnotaðan hasar, cheesy línur, mjög lélegt handrit…you get the point… ).
Leikurinn í myndinni er hryllilega lélegur. Það er eins og flestir leikararnir séu að reyna toppa hvorn annan í að vera lélegur. Ron Perlman var hryllilega ömurlegur í sínu hlutverki ( átti hann að vera ógnandi? ), Leonor Varela ( kellingin ) var hreint útsagt fáranlega tilgerðarleg. Norman Reedus var og er hræðilega lélegur leikari og sýnir og sannar það með þessari mynd. Wesley Snipes getur verið skemmtilegur á köflum sem Blade en hann tekur hlutverki sitt aðeins of alvarlega. Allt bloodpackið ( inniheldur fyrrnefndu kellinguna ) var ömurlega fyndið þegar það átti að vera röff, töff og mean! Sá eini sem var góður var Kris Kristofferson.
Tónlistin var ÖMURLEG. Hvenær ætlar fólk að skilja að það er ekki gaman að horfa á bardagaatriði með teknó-tónlist? Og talandi um bardagaatriði, bardagaatriðin í Blade 2 eru ömurleg!!! Ég hef séð öll þessi atriði áður í öðrum og betri myndum. Það er eins og Blade 2 gangi út á það að stela úr öðrum myndum.
Tæknibrellurnar eru virkilega lélegar. Myndin er svo mikið cgi-uð að það hún verður hreinlega leiðinleg á köflum. Handritið er einhver mesta þvæla sem ég veit um. Línurnar sem leikararnir fara með eru hörmulega fyndnar ( ATH. þær eiga ekki að vera það ). Og djöfulli er handritið götótt! Er það bara ég eða var það sagt afhverju Whistler var haldið á lífi? Algjörlega fáranlegt. Það eina kúlaða við myndina eru þessar nýju vampýrur ‘'Reapers’'. Þær eru svo úber að maarr nennnir hreinlega ekki lengur að horfa á Blade drepa venjulegar og aulalegar vampýrur. Maarr vill alltaf sjá meira af reaperunum.
Allt í allt er þetta hrikalega léleg mynd sem á sem á aðeins skilið hálfa stjörnu fyrir reaperana!!!
Smokey…
Afsakið stafsetningarvillur eða einhvað sem er asnalega orðað ( ég hef ekki tíma til þess að fara yfir þetta! )