Hún fjallar um enn einn geðveika morðingjann sem er með mjög sjaldgæfa tegund af geðklofa. Hann varð fyrir áfalli í æsku og pabbi hans barði hann eins og harðfisk. Ekkert nýtt þar.
Það er þó athyglisvert að sjá þegar ultrabeibið Jennifer Lopez skreppur inn í hausinn á honum til að finna síðasta fórnarlamb hans sem er lifandi en dauðvona og falin. Það er gaman að sjá mismundi persónuleika hans skiptast á að hafa samband við Jennifer með mismunandi tilgang í huga, þó engann veginn séu farnar ótroðnar slóðir þar.
Myndin er öll mjög flott og fær ýmindunaraflið greininlega svolítið að ráða ferðinni, enda kemur það allt vel út.
Sagan á það til að vera örlítið óeðlileg á köflum og er stundum hálf-ósmekklegt hvernig þeir reyna að laga það.
Ekki mynd fyrir viðkvæma, svo mikið er víst.
Í heildina myndi ég segja tvær stjörnur af fjórum.
kv.