Clueless Clueless (1995)

Leikstjóri og handritshöfundur: Amy Heckerling.
Aðalhlutverk: Alicia Silverstone (Cher), Paul Rudd (Josh), Brittany Murphy (Tai), Stacey Dash (Dionne), Dan Hedaya (pabbinn), Breckin Meyer (Travis), Justin Walker (Christian).


Að mínu mati besta unglingamynd allra tíma. Ótrúlega fyndin mynd sem fær mann til þess að skella upp úr yfir ólíklegustu hlutum og auk þess þá nær leikstjórinn á einhvern óskiljanlegan hátt að gera atriði sem annars hefðu verið út úr hófi væmin svo yndisleg að manni hlýnar um hjartarætur.


Söguþráðurinn er s.s. þessi: Cher er ósköp venjuleg unglingsstúlka sem býr í Beverly Hills. Pabbi hennar er moldríkur málafærslumaður en mamma hennar dó í óútskýranlegu atviki sem tengdist ósköp venjulegri fitusogsaðgerð. Auk þess á hún einn stjúpbróður, Josh, sem hangir alltaf heima hjá þeim af því að nýju eiginmenn mömmu hans eru svo leiðinlegir.

Sagan byrjar svo þegar ný stelpa byrjar í skólanum. Hún heitir Tai og Cher og besta vinkona hennar, Dionne, ákveða að taka hana að sér (af því að hún var svo “totally clueless”) og breyta henni í nýja manneskju. Myndin segir svo frá því hvernig Tai meikar það feitt í félagslífi skólans og fyrr en varir er hún orðin vinsælli en Cher, en það er auðvitað ekkert gott mál fyrir Cher, sem reyndi árangurslaust að missa meydóminn með homma og kolféll á bílprófinu. Svo þegar Cher fer út hreinsa hugann (versla) þá uppgötvar hún af hverjum hún er ástfangin og svo er svakalegur “happy end” eins og í 90% af amerískum kvikmyndum.


Nú eru áreiðanlega allir hættir að lesa því þeir halda að ég sé einhver 12 ára gelgja sem finnst ekkert skemmtilegra en að kaupa g-strengi. En málið er að þessi mynd er ekki bara stelpu- og gelgjumynd. Það nefnilega leynist í henni dulinn húmor og síðast en ekki síst ádeila á þetta ríka pakk sem heldur að það sé ekkert líf utan Beverlyhæða (“Kuwait? Is that in Valley?”).

Ég hvet alla til þess að sjá þessa mynd. Hún á ekkert skylt við Crossroads, She's All That, American Pie og allar þessar myndir sem allir eru orðnir leið á. En þó er vert að minnnast á að þessi mynd er ekki þrungin djúpri, heimspekilegri merkingu. Hún er fyrst og fremst skemmtileg.
Ég gef henni ***1/2/****

Skemmtilegir frasar:
Christian: “Do you like Billie Holiday?”
Cher: “I love him!”

Travis: “Like, the way I feel about the Rolling Stones is the way my kids are going to feel about Nine Inch Nails so I really shouldn't torment my mom anymore, huh?”

Kærasta Josh, sem þykist vera voða gáfuð: “It's just like Hamlet said: To thy own self be true.”
Cher: “Oh no, Hamlet didn't say that.”
Kærasta: “I think I remember Hamlet accurately.”
Cher: Well I think I remember Mel Gibson accurately and he didn't say that."

Þetta er náttúrulega ekki jafn fyndið svona á tölvuskjá en þá er bara málið að skokka út á næstu leigu og ná í þessa óviðjafnanlegu mynd og sjá þessa og miklu fleiri skemmtilega frasa.
Guess what! I've got a fever, and the only prescription is more cowbell!