Næsta mynd sem við munum væntanlega fá að sjá með Jacki Chan er The Tuxedo, þar sem Jackie
Chan og Jennifer Love Hewitt leika aðalhlutverkin. Leikstjórinn er Kevin Donovan og er þetta
frumraun hans á hvítatjaldinu sem leikstjóri. Þeir sem skrifa handritið eru Phil Hay (Crazy/Beautiful),
Michael Leeson (What Planet Are You From) og Matt Mandredi (Crazy/Beautiful).
Eins og þér hefur örugglega dottið í hug þá fjallar hún um einhver jakkaföt eða tuxedo. Jackie Chan
er ekki einhver ofur bardagamaður sem hefur lært karate frá því hann var 2 ára. Hann er bara
venjulegur leigubílstjóri að nafni Jimmy Tong. Hann vinnur fyrir milljónarmæringinn Clark Devlin
(Jason Isaacs) sem er í rauninni Secret Agent. Clark á einhvern flottann smóking sem Jimmy má ALLS
ekki snerta. En þegar Clark slasast þá fær Jimmy leyfi til að prufa búninginn. Þegar hann prufar hann þá getur hann gert fullt af hlutum, arabastökk aftur á bak, alls konar spörk og meira að segja dansað. Og hann þarf að þykjast vera Clark Devlin og vinna með einhverri Del Blaine en málið er að hann kann það ekki.
Myndin lítúr út sem einhverskonar la-la mynd sem er ekkert sérstök. Þetta er ekki hin týpíska Jackie Chan mynd en samt Jackie Chan mynd. Húmorinn í myndinni mun örugglega byggjast upp á það að hann veit ekkert hvað hann á að gera en allir dá hann því hann er hinn frægi Clark Devlin. Bardagaatriðin líta vel út í myndinni og er þetta örugglega skrautleg mynd. Ég mæli með að allir skoði <a href="http://www.kvikmyndir.is/?synishorn=thetuxedo"> trailerinn </a> fyrir myndina ef þið viljið vita meira um hana. Myndin kemur út í sumar þann 7. júní.