Leikstjórn: Joe Charbanic
Aðalhlutverk:
James Spader
Keanu Reeves
Marisa Tomei
Kvikmyndin “The Watcher” skaust strax í top sætið í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd hið vestra fyrir nokkrum mánuðum síðan. Myndin fjallar í grófum dráttum um Joel Campbell (Spader) sem leikur útbrunninn rannsóknarlögreglumann sem hefur lengi verið að eltast við fjöldamorðingjann David Allen Griffin (Reeves). Rétt er að geta þess að Keanu Reeves vildi í fyrstu ekki taka við hlutverkinu í þessari mynd og var skv. heimildum plataður til þess að leika þetta hlutverk þar sem hann hélt að einhverju leiti að hann væri að leika smáatriði fyrir vin sinn. Þetta sést bersýnilega í myndinni þar sem Reeves kemur mjög sjaldan fyrir en er samt sem áður alltaf aðal umræðuefni og viðfangsefni myndarinnar. Fjöldamorðinginn í myndinni er að mestu leiti háður rannsóknarlögreglunni, þ.e. hann verður að láta vita af sér og vera eltur, það er útrásin sem hann fær. Verkefnið hans er að finna stúlku sem erfitt er að komast að hver er, oftast leitar hann uppi vina- og fjölskyldulausar stúlkur í stórborgum. Hann tekur ljósmynd af þeim og sendir rannsóknarlögreglumanninum (Spader) og gefur honum 24 klst til þess að hafa hendur í hári stúlkunnar áður en morðinginn (Reeves) lætur til skarar skríða. Með þessu myndast stressandi eltingarleikur og keppni við tímann. Hvorir tveggja leikaranna eru langt frá sínu besta í myndinni, samt sem áður er mjög ánægjulegt að sjá Spader byrja að leika á ný eftir að hafa verið í frekar óþekktum og óvinsælum myndum upp á síðkastið. Reeves er að sjálfsögðu alltaf góður en hann vantar að einhverju leiti þetta “evil” look og hátterni hans auk leiks er ekki trúverðugur. Myndinni svipar svolítið til Se7en en nær að engu leyti að toppa hana, aðrar svipaðar myndir eru The Bone Collector, CopyCat og Kiss The Girls. Einnig var merkilegt að sjá Tomei leika í myndinni og ótrúlegt hvað sú leikkona er í góðu formi, samt er búið að farða hana til þess að láta hann líta út sem ögn eldri og hversdagslegri. Ég mæli með því að allir aðdáendur góðra spennumynda kíki á þessa mynd þegar hún kemur í bíó.
ScOpE O&O