The Crying Game (1992)
Leikstjóri: Neil Jordan
Handrit: Neil Jordan
Lengd: 112 mín
Framleiðendur: Stephen Woolley
Aðalhlutverk: Stephen Rea, Miranda Richardson, Forest Whitaker, Jaye Davidson, Ralph Brown
sbs: ****/****
Ef þú hefur ekki séð The Crying Game eða heirt um leyndarmál hennar bið ég þig um að hætta að lesa núna og fara í næstu myndbandaleigu og ná þér í eintak. En ef þú hefur ekki lifað undir steini seinustu 10 árin og veist allveg hvað gerist í myndinni, eða að þér langar bara að vita hvað gerist í henni, þá er þér velkomið að halda áfram að lesa…
The Crying Game kom út árið 1992, leikstjóri og handritshöfundur hennar, Neil Jordan hafi heillað gagnrýnendur sex árum fyrr með kvikmyndinni Mona Lisa (1986) en engin hafði grunað að hann lumaði á kvikmynd eins og þessari. Slagorð myndarinnar var “The movie everybody's talking about, but nobody's giving away it's secret” og var það réttmætt. Leyndarmálið var magnað og engin gat orað fyrri því sem það mundi sjá.
Myndin var sögð vera action, drama og rómatísk. En það er í raun ekki hægt að tilta hana sem neitt, hún er blanda af þessu öllu en að líkja henni við aðra action mynd væri óréttlátt. En The Crying Game varð vinsæl, meira að segja í Bandaríkjunum en það verður að teljast afrek þar sem hún hefur bara einn bandarískan leikara en hún var með þetta rosalega slagorð og svo var hún bönnuð innan 18 í flestum löndum, reyndar er bara eitt atriði sem lætur hana fá þann staðal en það er atriðið sem skiptir öllu. Hún var tilnefnd til sex óskarsverðlauna en fékk bara eitt, fyrir handritið.
Hún byrjar á því að Breski hermaðurinn Jody (Forest Whitaker) er tekin af Fergus (Stephen Rea) og félögum hans í IRA, áætlunin er að halda honum föngum í þrjá daga og drepa hann svo fyrir málstaðinn. Fer nú ekki að tala um Írska málstaðinn hér. En Jody og Fergus fara að tala saman og vingast, það eru félagar Fergusar ekki ánægðir með. Þegar þrír dagar eru liðnir biður Jody, Fergus að finna kærustu hans Dil (Jaye Davidson) og segja henni að hann hafi verið að verið að hugsa um hana.
Fergus lofar því og stendur svo við loforð sitt, hann fer til Bretlands og hittir þar hárgreiðslu- og söngkonuna Dil. Hann verður strax hrifinn af henni og byrja þau að hittast en þegar myndin er meira en hálfnuð kemst hann af leyndarmáli hennar og fjallar restin af myndinni um hvernig hann tekst á við þessar upplýsingar á meðan að fyrrum félagar hans úr IRA reyna að fá hann til að vinna annað verk fyrir málstaðinn mikla.
Myndin er frábær í alla staði, leikurinn hjá Stephen Rea er frábær. Fergus er mjög mannlegur og maður getur skilið og haft samúð með honum. Jaye Davidson stendur samt uppúr. Þetta var ekki auðvelt hlutverk að leika en hann nær að fylla það vel án þess að ofleika. Takið líka eftir barþjóninum Col en hann er leikinn af Jim Broadbent en hann vann Óskarinn fyrir stuttu fyrri besta leik í aukahlutverki.
Einnig vil ég benda á lagið ‘The Crying Game’ sem gert var fyrir myndina en það var flutt af engum öðrum en Boy George!
<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=The%20Crying%20Game">sbs.is : The Crying Game</a