Aðalhlutverk: Michael Douglas, Sean Penn og Deborah Unger
Tagline: Players Wanted
Lengd: 128 mín
Jæja ég var bar að leika mér með fjarstýringuna þegar bara allt í einu að ég rakst á The Game, fyrst ætlaði ég að skipta aftur en hætti við vegna þess að ég sá að Michael Douglas og snillingurinn Sean Penn léku í henni og ég var ekki fyrir vonbrigðum því þetta er gæða þriller sem höfðar til þeirra sem fíla flókna söguþræði.
Myndin fjallar í stuttu máli um millan Nicholas Van Orton(Michael Douglas) sem fæar í afmælisgjöf frá bróður sínum Conrad Van Orton(Sean Penn)gjafabréf frá fyritæki sem sérhæfir sig í að krydda upp á tilveruna hjá ýmsum en seinna fer ýmislegt mjög skrýtið að gerast.
EF ÞIÐ HAFIÐ EKKI SÉÐ MYNDINA EN LANGAR TILL ÞESS HÆTTIÐ ÞÁ AÐ LESA ÞVÍ HÉR KEMUR FEITUR SPOILER.
Ég verð bara að segja að þetta var án efa ein besta mynd Davids Fincher sem ég hef séð, handritið er flott, leikurinn snilld og besta af öllu er hvernig hann stjórnar þessu öllu meistaralega.
Ég var allan tíman að reyna að fatta plottið en það var bara ekki hægt til dæmis þegar Deborah Unger sagði við Michael Douglas að það væri búið að tæma reikningana hans og svo allt í einu snerist það bara þannig að hún fyllti hann af dópi og skyldi hann eftir í Mexíkó, og svoseinna þegar hann fór í höfuðstöðvar fyritækisins, tók Deboruh Unger í gíslingu og fór með hana upp á þak og endaði með því að skjóta bróður sinn og kom þá í ljós að þetta var bara afmælishrekkur og rétt á eftir stökk hann fram af þakinu og lenti á einhverju uppblásnu dóti og lifði af og svo kom bróðir hans með bol sem stóð á “I was drugged and ditched in Mexico and all I got Was this lousy T - Shirt” og sagði “Happy Birthday Nick” það var bara snilld.
****/*****
Þess má geta að ég er ekki kynþáttahatari, ég hata alla jafnt.