Rollerball (2002)
Leikstjóri: John McTiernan
Handrit: Larry Ferguson, John Pogue, William Harrison
Lengd: 118 mín
Framleiðendur: Charles Roven, John McTiernan
Aðalhlutverk: Chris Klein, Jean Reno, LL Cool J, Rebecca Romijn
sbs: ½/****
Death Race 2000 og The Running Man fjalla báðar um ofbeldisfulla sjónvarpsþætti sem eru vinsælir, í Death Race var kappakstur, þar fengu keppendurnir stig fyrir að ‘eyða’ mótherjum sínum og enn meir stig fyrir að keyra yfir fólk (börn og gamalt fólk gáfu flest stig ef ég man rétt), í The Running Man voru keppendurnir eltir upp af fólki í sérkennilegum búningum sem reyndu að drepa þá sem kepptu. Núna er Rollerball komin, endurgerð af kvikmynd með sama titil sem var eftir Norman Jewison og skartaði James Caan í aðalhlutverki. Í leiknum Rollerball keppa tvö lið, hvert í fáránlegum búningum. Allir virðast vera á hjólaskautum en allavegana 2 í hvoru liði á mótorhjólum, svo fara allir í hringi á braut á meðan þau reyna að koma að koma járnkúlu á stóran gull disk, ef þau henda kúlunni nógu fast þá koma flugeldar og þau fá stig. Allt er þetta gert á mjög ofbeldisfullan hátt, þessi leikur var gerður miklu skemtilegri þegar hann var kallaður Quiddich í Harry Potter bókunum og myndinni.
Rollerball leiknum er stjórnað að Petrovich (Jean Reno). Reno er gerður mjög rússneksu með því að láta hann vera með yfirvaraskegg og sérkennilegan hreim. Rollerball leikurinn er líka bara spilaður í mjög mið Asískum löndum. Þessum löndum sem engin getur talað ensku, þá sérstaklega erfið orð eins og “Jon-a-than”. Petrovich fylgist með leiknum með framtíðar viðskiptavinum, hann horfir líka á skjá sem sýnir vinsældir þáttarins(“Instant Global Rating.”), í hvert skipti sem eitthvað ofbeldisfullt gerist hækkuðu vinsældir þáttarins, það þýðir að árið 2005 mun fólk geta fundið á sér þegar einhvað ofbeldis fullt hefur komið á skjáinn og kveikir strax á.
Petrovich vill fá þættina á Bandarískt sjónvarp en til þess þarf hann meiri vinsældir og til að fá meiri vinsældir verður hann að fá meira blóð og ofbeldi.
Ójá, það var líka kynnir leikin af Paul Heyman, Paul er alvöru kynnir í WWF eða “wrestling” einsog það er kallað. Það hefur reynst honum vel því hann lætur alveg eins og WWF kynnar, alltaf jafn hissa þegar einhvað gerist.
Það er margt slæmt við þessa mynd, eitt það augljósasta er leikaravalið. Chris Klein leikur ‘hetjuna’. Þetta hlutverk var ætlað Arnold Schwarzenegger týpu, Chris Klein minnir mig meira á Ajax úr teiknimyndunum um Duckman heldur en Arnold Schwarzenegger.
Handritið og söguþráðurinn er eitt það þynnsta sem ég hef séð lengi, það mætti halda að engin hafi í raun lesið það áður en myndin var gerð. Persónurnar, hafa jú allar sitthvor nöfnin en það er það eina sem skilur þær að. Kvikmyndatakan var enn verri, ég hélt á tímabili að það væri eitthvað að sýningartækinu í Smárabíó, þá sérstaklega í löngu atriði sem var tekið upp með “night vision”, allt grænt og óskírt. Svo var nátturulega fyllt upp í myndina með endalausum rokk lögum.
Ég veit ekki hvað skeði við framleiðslu þessara myndar, leikstjórinn John McTiernan hefur áður gert myndir eins og Predator, The Hunt for Red October og Die Hard(1og 3), ekki voru þetta slæmar myndir.
Svo það allra versta við myndina var að hún er næstum 2 klukkutímar! Horfiði frekar á Euro Sport og Mtv til skiptist í staðinn fyrir að eyða peningnum ykkar í þetta, ef ég má kalla það, rusl.
sbs : 20/04/2002
<a href="http://www.sbs.is/critic/movie.asp?Nafn=Rollerball">Mynd</a