Fyrir nokkru pantaði ég mér diskinn Tina Turner - One Last Time Live in Concert frá amazon.co.uk. Síðan þá hefur þessi diskur verið spilaður nokkrum sinnum á mínu heimili og alltaf verið jafngóður. Nánari upplýsingar um þennan disk er að finna <a href="http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/B000051YI5/qid%3D1019319769/202-8843284-3902212“>hér</a> og ætla ég því ekki að eyða fleiri orðum í það heldur tala um innihaldið.<P>
Diskurinn er upptaka af tónleikum Tinu 24/7 á Wembley árið 2000. Ég sá reyndar þessa tónleika á Parken í Kaupmannahöfn sama ár. Get ég því sagt með vissu að þessi diskur kemst eins nálægt því að vera á staðnum og hægt er. Bæði er hljóðinu gerð góð skil á DTS hljóðrásinni og myndatakan er til háborinnar fyrirmyndar. Í heildina gefur þessi diskur tilfinningu fyrir tónleikunum í heild en ekki eins og oft vill verða stök lög með myndum frá tónleikunum. <P>
Tónlistin er um tveir tímar og í minningunni þá er það nokkurn veginn lengdin á tónleikunum, er þetta nokkuð ”óstytt“ útgáfa. Byrjar Tina á nokkuð hröðu tölti í gegnum feril sinn í fyrri hlutanum (11 lög). Síðan tekur við lítið valdarán á sviðinu þar sem bakraddasöngkonurnar taka eitt lag. Eftir það kemur Tina aftur á sviðið (og er þetta eina hléið sem hún tekur sér þessa tvo klukkutíma sem tónleikarnir vara) og tekur sína útgáfu af Bítlalaginu Help. Verð ég að segja að Bítlunum ólæstuðum að þetta er einhver fallegasti flutningur á þessu lagi sem ég hef heyrt. Á eftir lög hins mikla snillings Otis Redding,Sitting on the dock of the bay og Try alittle tenderness. Fer hún ekkert minna en vel með bæði lögin. Eftir smáviðkomu í laginu Heard it Through the Grapevine, þar sem eldgos, sprengingar og reykur spila stórt hlutverk í innkomunni, tekur Tina mikinn sprett í gegnum alla stóru smellina sína: Addicted to Love, Simply the Best, Proud Mary, Nutbush City Limit og aðlokum titillag tónleikanna Twenty Four Seven. <P>
Ekki er hægt að segja annað en að áhorfendur taki sýningunni vel enda ekkert nema gott um hana að segja. Tina er í sínu besta formi og allir listamennirnir á sviðinu eru toppfólk hvert á sínu sviði.
<P>
Það sem mér finnst hins vegar miður er að sérstaklega í fyrstu lögunum eru notuð myndskeið tekin yfir leikvanginn (úr þyrlu væntanlega?) og eru þau myndskeið ekki með sömu myndgæðum og allt hitt. Einstaka sinnum hefur leikstjórinn ákveðið að sýna myndskeið hægt sem fór lítillega í taugarnir á mér fyrst. Baksviðsmyndin sem fylgir er ekkert rosalega góð. Aðallega myndir frá undirbúningi tónleikana og hefur Tina aðeins talað yfir suma bútana. Það er þó ágæt tilbreyting frá viðtalsbútunum sem ”Gerð myndarinnar" er svo oft sem fylgir DVD myndum. <P>
Í heildina er þessi diskur sem með þeim betri sem ég á. Verð reyndar að viðurkenna að tónleikar og söngleikir skipa stóran sess í DVD safninu mínu þá bæði tónleikar sem ég hef séð sjálfur og aðrir sem ég hef ekki séð. Fyrir þá sem eru með DTS-hæfar græjur þá mæli ég eindregið með að nota þá hljóðrás í stað DolbyDigital 5.1 hljóðrásarinnar. Hljóðið er umtalsvert betra og nær miklu meiri dýpt í flutningnum. <P>
Þetta er tvímælalaust diskur sem allir tónlistarunnendur (sem á annað borð hafa gaman af tónlist Tinu Turner) ættu að eignast.