Ég hef lært af reynslunni, ekki fara í Videohöllina með áætlanir um að leigja góða spólu. Vanalega eftir svona 6 og hálfa mínútna pælingar um nýju myndirnar leiðist þetta út í myndirnar í plöstunum. Þegar maður er byrjaður að hlæja getur maður hreinlega ekki hætt. Oftar en ekki endar svo ferðin á því að tekin er með einhver “gullmolinn” heim.Þetta verður fyrsta greinin í nýjum greinaflokki hjá mér:Glatkistan.
MYNDIN
Myndin sem tekin var alls ekki fyrir löngu er enginn önnur en
Tuareg - Il guerriero del deserto þýdd yfir á ensku með Tuareg:The desert Warrior.Semsagt ítölsk hetjumynd í hæsta gæðaflokki.
AFTAN Á COVERINU
Man þetta ekki nákvæmlega, myndin fjallar um eyðimerkurhermann sem fylgir reglu Tuareganna(gæslumenn úlfaldalestanna)og er einhverskonar master í þeim efnum.Plott myndarinnar er það að“…
..tveir menn koma, arkandi gegnum eyðimörkina og staðnemast fyrir utan hús Garcels Sayha og biðja sér vægðar, Garcel tekur þá að sér og gefur þeim vatn, allt í einu koma hermenn í þorpið og skjóta umsvifalaust þann yngri en taka hinn með sér, þarmeð er traðkað á gestrisni Garcels…..”.Svo heldur hermaðurinn í hefndarför og drepur nokkra hermenn í leiðinni.
(innan gæsalappa er tekið nánast orðrétt frá coverinu.)
ÞAÐ FYNDNA
Myndin er hreint út sagt stórskemmtileg og er óhætt að segja mynd þessi muni koma hverjum einasta manni til að veltast um af hlátri.
Mér skilst að myndin sé eftir ítalskan leikstjóra.Hvert ruglið rekur annað í þessari ræmu og má í henni finna setningar eins og “A STONE is the toughest of all desert PLANTS” og meira í þessum dúr.Myndin gerist í einhverju óútskýrði afríkulandi þar sem hermenn ganga um og skjóta umsvifalaust það yngra af tvennu.
Garcel tekst að hefna fyrir móðgunina og er óhætt að segja að þónokkuð margir deyja í ferlinu og á einhvern undarlegan hátt þróast hefndarþorsti Garcels út í það að drepa sjálfan einvaldinn í landinu(óséður í mestu mannþröng sem ég hef nokkurn tímann séð).
Berst leikurinn sem fyrr segir um alla eyðimörkina og beitir Garcel fullkomnustu bardagaaðferðum.Blokkerar hann vegi með byssupúðurssprengingum , beitir sverðtækni Tuareganna og þeirra fáguðu bardatækni.Eitthvað er um það drukkið sé úlfaldablóð(og er það víst mjög svalandi,lækningamáttur þess er látinn liggja milli hluta)og úlfaldar ristir á hol til skjóls. Með aðalhlutverk fer enginn annar en Mark Harmon og nýtur sterkur augnsvipur hans sín í myndinni þar sem hún gengur að mestu leyti út á skot af augum helvítis manngarmsins.Mark Harmon lék einn blaðamanninn í Fear and loathing í Las Vegas(ekki eins og ég muni eftir honum).
AUGNABLIKIN
SCENE 1
…Garcel kemur einbeittur að brunni fyrir framan virki óvinarins og býst til að fá sér vatn.Yfirmaður virkisins sendir liðþjálfa sinn til að kanna málið.Liðjálfinn kemur að Garcel í þann mund sem hann er að hífa vatn úr brunninum.
Guard:Take your water and clear out!
Garcel svarar kumpánalega!
Garcel:The Water has no owner in the desert!
Vörðurinn bregst við og öskrar “SHUT UP”
SCENE 2
… Garcel nær að fljýja undan óvinum sínum yfir svæði þar sem fáranleg kviksyndi er allsráðandi og kemur sér fyrir svona 20 metra frá óvininum.Þeir þora ekki að elta á bílunum og bíða bakvið hól 20 metra frá Garcel.Nóttin kemur, Garcel er búinn að koma sér vel fyrir undir úlfaldanum.Allir fara að sofa, en af hverju í andskotanum notuðu gaurarnnir ekki vélbyssur sínar og sprengjuvörpur.ég meina gaurinn var rétt hjá þeim.Nei, nei allt kemur fyrir ekki og gaurarnir vakna upp við vondan draum þegar Garcel skipar þeim að afklæðast(?).
SCENE 3
… Garcel er að kveðja son sinn áður en hann leggur í hefndarförina miklu og ákveður að fræða son sinn í Tuareg fræðunum. Hann segir:“a Tuareg Warrior can order his heart to stop beating and his blood to stop flowing.”. Það merkilega við þetta er að hann beitir bragðinu seinna í myndinni og vörður nokkur aðgætir púls hans og úrsker hann látinn.MIKIL MISTÖK.
NIÐURSTAÐA
Topp-klassa skemmtun, myndin fæst sem fyrr segir í Videohöllini(VHS).Endilega skoðið imdb.com ,þar er að finna eins flestir vita ítarlegar upplýsingar um myndina og álit eins og
“Action Smacktacular!”.
KURSK